Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 16
húsiriu, þá rak Hörður stafinn upp úr þekjunni, til þess að geta fylgzt með, hve þykkur skaflinn yrði. Það hlýnaði fljótt í snjóhúsinu. Nú reið á að sofna ekki, en það var hægra sagt en gert. Hvað eftir annað var hann við það að sofna, en þá ýtti Hrefna við honum, sleikti hönd hans eða reif í föt .hans. Það sóttu að Herði endurminningar frá liðnum tíma, þegar allt lék í lyndi. Hörður var milli svefns og vöku. Þá þótti honum koma til sín gamall mað- ur, grár fyrir hærum; hann var svip- hreinn og fagur. Hann sagði við Hörð: Vertu hughraustur, ungi vinur. Það er oft skammt milli lífs og dauða. Lífið er enginn leikur; það er erfið leiðin upp á hæsta tindinn. Njóttu æsku þinnar, er. lærðu af ellinni og mundu, að kapp er bezt með forsjá. En um fram allt gerðu ekki annað en það, sem þú telur fagurt og rétt. Treystu vinum þínum og trúðu Gaml.ar gátur : 1. Getir þú ráðið gátu þá gætni þinni hrósa ég framt. Guðrúnu, ég við götu sá, en Guðrún var það ekki samt. 2. Hausinn niðri hefir í sér, hljóðar éins og vargur, rófan munninn út um er, úr honum drekkur margur. 3. Hver er sá hlutur, sem heitir eins og einn guðs eiginleiki? 4. Hver er sá faðir, sem gleypir öll börnin sín? 5. Hver er það, sem ekki er bróðir minn, ekki systir mín, en þó barn móður mirinar? Ráðningar í næsta blaði. á það bezta í þínu eigin hjarta. Ef þú gætir þessa alls, þá þarftu ekki að snúa aftur. Hörður rankaði við sér. Hrefna reif í föt hans. Hann hafði margt að hugsa. — Nóttin leið. Það var fagurt veður snemma morg- uns, heiður himinn og mikið frost. „Heiðarnar eru línhvít lík lögð við hamranna dökku fjalir“. Uppi á háfjalli stóð 14 ára drengur og svartur hundur. Að baki þeim var rofið snjóhús, en við fætur þeirra blasti við hengiflug. Drengurinn féll á kné og atrauk mjúklega um feld förunautar síns. Nokkur tár féllu á hinn hvíta serk fjallkonunnar. — Það var sól yfir öllu. Eskifirði, 2. marz 1941. Skúli Þorsteinsson. FELUMYND Smalann vantar 4 l<indur. Geturðu hjálpað honum að finna [>ær? 78 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.