Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 5
P- Bangsgaard: íbúar heiðarinnar Þýtt hefír Sigurður Helgason Nú vildi svo illa til, þegar Óli kom út að gæsakofanum, að hann sá uglu uppi á fjósmæninum. Hún húkti þar hálfblind af því, að dagur var, og Óli gleymdi gæsunum í bili. Hann fékk sér seglgarn, klifraði upp á þakið og fór. að reyna að snara hana. Það tókst vonum framar °g hann hafði leikið sér að henni góða stund, þegar hann loks mundi, til hvers honum hafði verið sagt að fara út. Hann hljóp þá til gæsakofans, en brá heldur en ekki í brún, þegar hann sá, að dyrnar voru opnar og kofinn tómur. Líklega hafði hann verið búinn að krækja upp hurðipni, þegar hann sá ugluna og 8'leymt að krækja henni aftur, enda er það ekki á hverjum degi, sem tækifæri býðst til að snara uglu. Gæsirnar höfðu farið sjálfar niðir.’ að ánni og lagzt til sunds, sveimað hingað og þangað og notið vatnsins. En refurinn var á næstu grösum og naut bess enn meir að sjá þær. Hann svipað- lst uni og þefaði eftir drengnum, og var hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að ráðast á þær. Loks syntu þær upp á grynningarnar, þar sem áin hafði flætt upp á bakkana, °g fóru upp á lága eyri úti í vatninu. Lær voru í góðu skapi, böðuðu vængjun- Urn> kroppuðu gras og lögðust loks niður 1 einum hóp og fóru að sofa. Nú var stundin komin, refurinn ^agði af stað út á eyrina til þeirra og varð að synda nokkurn hluta leiðarinn- ur- Gæsirnar grunaði ekkert illt, en í r-’ ungaísland þessum svifum kom Óli á harða spretti. Hann kom auga á hvort tveggja um leið, gæsirnar og refinn, sem var á leiðinni út til þeirra. Refurinn sá drenginn líka, en nú var vígamóðurinn orðinn svo mikill í honurn, að hann. lét það ekki aftra sér, heldur stökk upp á eyrina, og með einu biti utan um háls fyrstu gæsarinnar, sem hann náði í, gerði hann út af við hana. Óli æpti og ógnaði refn- um, en um leið og hann hljóp niður á vatnsbakkann, sá hann aðra gæs fljóta •í dauðateygjunum rétt við eyraroddann. Hann beið nú ekki boðanna, þaut út í vatnið og öslaði út í hólmann, en þegar hann kom þangað, alvotur og ataður í leðju, þá sá hann, að refurinn var að gera út af við þá þriðju, en hinar tvær, sem eftir voru höfðu forðað sér. Óli æpti enn með enn þá meiri krafti og ákafa, og gerði sig líklegan til að hrifsa bráðina frá gininu á refnum, en refurinn sýndi þess engin merki, að hann ætlaði að sleppa henni með góðu. Hann fitjaði upp á trýnið og urraði að drengnum, og var ekki annað sýnna, en að hann ætl- aði að ráðast á hann. Óli þurfti ekki meira. Hann hrökklaðist í land aftur, háskælandi og hljóp heim. Refurinn fór nú að gæða sér á gæsa- kjötinu og þótti það gott, en ekki fékk hann lengi að vera í næði. Óli kom að vörmu spori aftur og nú var fullorðinn maður með honum. Refurinn sá til þeirra álengdar og virti þá fyrir sér dálitla stund. En hann kunni vel að gera 83

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.