Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 6
greinarmun á fullorðnum manni og barni og vissi, að nú var ekki til setunn- ar boðið. Hann lagði sem skjótast á flótta, en sneri samt aftur við vatns- borðið, þreif eina dauðu gæsina, slengdi henni á bak sér, skellti sér svo í vatnið og lagði til sunds yfir um ána. Það voru engin blessunarorð, sem kölluð voru á eftir honum, en hann hafði veitt vel, jafnvel þó gæsin væri aðeins ein, sem hann komst burtu með, og það, sem kall- að var á eftir honum, var honum alveg sama um. * Varla var til sá bær í allri sveitinni, að ekki væri talað þar um ágengni refs- ins, og hvernig takast mætti að ráða hann af dögum. En engin samtök voru um það og enginn reyndi, að nokkru ráði að hafa hendur í hári hans. Gat hann því haldið áfrám uppteknum hætti og gerðist bæði djarfari og frekari þvi lengur sem leið, laumaðist heim undir bæina, hrifsaði eina hænu á þessum staðnum og aðra á hinum. Hann var nú fyrir nokkru hættur að koma heim í grenið, hvíldi sig á ýmsum stöðum og fór ránsferðir þegar honum hentaði. Bezt varð honum til fanga á morgnana, enda horfði mörg húsmóðirin kvíðnum augum á eftir hænsnahópnum sínum, þegar hún opnaði fyrir þeim á morgn- ana og lét þau fara út. Svo var það einn morgun á bæ ein- um. Húsmóðirin stóð í hænsnagirðing- unni framan við húsið og stráði korninu á jörðina, en hænsnin flykktust út gegn- um opið lúgugatið, hópuðust utan um hana og tíndu kornið. Þegar hún hafði lokið þessu starfi, gekk hún út úr girð- ingunni, skildi hurðina eftir opna og fór inn í hænsnahúsið til að taka eggin, sem orpizt höfðu um morguninn. Hænsnahúsið stóð skammt frá akur- röndinni og inni á milli kornstráanna lá refurinn í leyni. Hann fann þefinn af hænsnunum og vissi gjörla, að þau voru við hænsnahúsið. — Þegar hann læddist nær sá hann girðinguna. Hún var út- búin, eins pg algengast er, úr vírneti og vírnetsþak yfir. Hann laumaðist samt alveg að girðingunni, því að reynslan hafði kennt honum, að stundum væru göt á þeim, enda fann hann opið hliðið og smaug inn. Hænsnin urðu alveg ær, eins og nærri má geta. Þau flögruðu gargandi sitt í hverja áttina, sallinn og rykið rauk og þyrlaðist. Stór brúnn hani flaug á girð- inguna, kastaðist frá henni aftur og datt niður, beint í ginið á refnum. En refurinn varð alveg óður af morðfýsn, beit og glefsaði til beggja hliða, blóðið flaut í stríðum straumum og lausar fjaðrir þyrluðust hvarvetna. Konan heyrði hávaðann, hætti að safna eggjunum, hraðaði sér út og sá refinn. Hún þaut inn í girðinguna í dauðans ofboði og lokaði hliðinu á eftir sér. Nú var það refurinn, sem varð hræddur og nú kom það í hans hlut að þjóta um án þess að finna útgöngudyr. Konan elti hann með barefli á lofti, en hahn var fljótur í snúningum og kom hún sjaldan á hann höggi. Hann hennti sér hvað eftir annað á netið hingað og þangað, en það var stei'kt og bilaði hvergi. Kastaðist hann í hvert sinn frá því aftur, en hænsnabúið skalf allt og hristist. Loks fann hann lúguopið, sem hænsnin fóru um og smaug inn í hænsna húsið. Síðan hófst sami leikurinn þar. Hænur sem lágu í hreiðrunum flugu upp og flögruðu gargandi innan um hús- ið. Ein þeirra, sem komin var að því að verpa, missti eggið á gólfið. Konan elti refinn inn í hænsnahúsið. Þá smaug hann út aftur og í einu stökkinu, sem UNGA ÍSLAND 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.