Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 8
laggði af stað út eftir grynningunni. Sums staðar varð hann að vaða lítið eitt, annars staðar gekk hann á þurru, þangað til hann kom ut að sundinu milli grynningarinnar og hólmans. Þar lagð- ist hann hiklaust til sunds og stefndi út í hólmann. Karlsvanurinn lá við hreiðrið og svaf, en refurinn er ekkert sædýr, þó honum sé margt vel gefið, og hann gat ekki synt svo hljóðlega, að ekki heyrðist til hans, bæði andardrátturinn og ofurlítið busl í vatninu. Svanurinn vaknaði, hlustaði litla stund og steypti sér svo í vatnið. Þeir mættust á miðri leið. Ref- urinn urraði, fitjaði upp á trýnið og breytti stefnpnni lítið eitt, svo hann gæti ráðist á svaninn frá hlið. En svan- urinn var skjótur í hreyfingum. Hann hvæsti og réðist með allri sinni grimmd á óvininn. Þegar refurinn sá hina hvítu bringu svanarins varla spönn frá höfði sínu, þóttist hann viss um sigurinn. Hann opnaði ginið með hvössu og sterku víg- tönnunum, spyrnti í vatnið af öllum kröftum og var tilbúinn að bíta. En þegar ekki var nema hársbreidd milli vígtanna refsins og bringu svanarins, hóf svanurinn sig upp með öflugu vængjataki. Á næsta augnabliki sá ref- urinn undir vængi hans og í sama bili fékk hann ógurlegt högg á hausinn og bakið. Hann fór í kaf; en þegar honum skaut upp aftur, tók hann að beita allri orku til að ná hólmanum. Á þurru landi bjóst hann við að eiga hægra um vik. En þetta tókst ekki. Kven-svanurinn kom nú æðandi ofan úr hreiðrinu á móti honum og hjó nefinu með mikilli grimmd, beint framan í hann, og jafn- skjótt og hann teygði hausinn upp úr vatninu, voru báðir svanirnir tilbúnir að lemja hann og kaffæra á nýjan leik. Honum varð nú ljóst, að þessir hvítu fuglar voru ekkert lamb að leika sér við, og að hyggilegast myndi vera að snúa aftur til sama lands, en það var hægara sagt en gert. Högg 'eftir högg reið yfir bak hans og ekki var annað sýnna, en að hér mundi hann drukkna. Eftir harða raun náði hann samt brúninni á grynningunum, en þá var eftir að kom- ast upp úr vatninu. Með erfiðismunum tókst honum að koma framfótunum upp á brúnina, en karl-svanurinn tók um leið í loðið skottið á honum með nefinu og kippti honum niður aftur. Svona gekk þetta upp með öllum grynningun- um. í hvert sinn, sem refurinn ætlaði að komast upp á þurrt, lömdu svana- hjónin hann niður í vatnið aftur. Hann reyndi með ákafa örvæntingarinnar að bíta frá sér, en náði ekki einni einustu fjöður milli tannanna, hvað þá meiru. Loks hafði leikurinn borizt svo nálægt vatnsbakkanum, að hann gat spyrnt í botninn með afturfótunum. Þá var hann hólpinn, hljóp upp úr vatninu og fór til lands í löngum stökkum, en karl- svanurinn fylgdi honum samt eftir, þangað til hann var horfinn upp af brekkubrúninni við vatnið. Þessu ævintýri gleymdi refurinn aldrei, og þegar hann kom að vatninu eftir þetta, til að fá sér að drekka, gaut hann alltaf augunum út til eyjarinnar til hvítu fuglanna, sem voru næstum búnir að drekkja honum. (Niðurl. næst). Kennarinn: Varst það þú Kalli, sem skrifaðir á töfluna, Kennarinn er flón? Kalli: — Já. Kennarinn: Ég ætla að fyrirgefa þér í þetta sinn, af því að þú segir satt. 86 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.