Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.06.1941, Blaðsíða 15
ÖLAFUR Þ. INGVARSSON: skútanum ’Það var þriðji leitardagurinn á af- réttinum. Loftið var grátt og þungbú- ið og stormurinn gnauðaði í fellinu rétt fyrir ofan tjöld leitarmannanna. Nú stóðu þeir allir fyrir utan tjöldin ferð- búnir. Þeir ætluðu að ganga inn á Innstu öldu, efst á afréttinum. Hestarnir voru hafðir rétt hjá. Það var ekki hægt að fara þetta ríðandi, því að á leiðinni voru ótal gjár, sem var hægt að stökkva yfir af gangandi manni, háir hjallar og fleiri torfærur, sem gerði það að verkum að það var alltaf farið gangandi. Elztu mennirnir fengu sér í nefið, svona í nestið, og púuðu í skeggið. Að því búnu leit Sveinn á Bjargi, fjall- kóngurinn, upp í loftið og gáði vandlega til veðurs. Að því loknu fékk hann sér tóbakstölu, spýtti einu sinni, tvisvar og sagði : — Jæja, piltar, þá förum við. En ég ætia nú að láta ykkur vita, að mér lýst henni móður sinni. En svo stóð á þar heima, að kerlingin var að rótskamma föður hans, sem ekki kom upp nokkru orði sár til varnar. — Viltu gjöra svo vel að vera ekki að angra hann föður minn, sagði Litli- putti. Þar, sem konan er vond við mann- inn sinn, geta börnin ekki vaxið. Þessi orð lagði kerlingin sér á hjarta °g skammaði bónda sinn aldrei framar. Þessvegna tók Litliputti líka að vaxa og það svo ört, að eftir eitt ár .var hann orðinn stór og myndarlegur strákur, sem varð foreldrum sínum til mikillar gleði í elli þeirra. UNGAísland bara ekki sem bezt á veðrið. Ég hugsa, að það verði komin hríð undir kvöldið. — Hörður, farðu og taktu hestana. Við skulum binda þá hérna í skjóli við tjöld- in og við skulum treysta stögin og setja bönd yfir mæniásana. Hörður flýtti sér og hljóp til hest- anna. Hann var 16 ára gamall, hraust- ur og duglegur, og þetta var fyrsta fjall- ferðin hans. Loksins var sá draumur hans, að verða fjallmaður, orðinn að veruleika. Hann trossaði hestana og þeir voru bundnir hjá tjöldunum, með yfir- breiðslu yfir bakinu og hauspoka með' ilmandi heyi höfðu þeir til að éta úr. Svo lögðu þeir af stað, allir í einum hóp. Þeir voru sex að tölu og nú voru þeir hér uppi í öræfunum, inn á milli hárra fjalla og grænna hjalla og þeir urðu að hoppa yfir margar sprænur. — Og það var stórhríð í nánd. Það var komið hádegi, þegar þeir komu upp á Innstu öldu, og þeir höfðu fundið fimm kindur. Jón gamli á Brú var settur til að gæta þeirra niður í Torfugili. Þar átti hann að bíða eftir þeim félögupi. Er þeir fóru aftur af Innstu öldu, skiptu þeir sér. Sveinn fjallkóngur fór með tvo með sér, en Hörður var með Grími í Skógi. Þeir fóru vestur á bóg- inn og ætluðu sér að hitta hina leitar- mennina í Torfugili, er var einnar klukkustundar gang frá tjöldunum. Eftir nokkra leit fundu þeir þrjár kindur. Þeir ráku þær með sér dálitla stund. Þá sagði Grímur: — Jæja, Hörður, nú ætla ég að fara 93

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.