Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 5
hörfuðu út á vegarbrúnina meðan vagninn fór framhjá þeim og sáu ref- inn um leið. Fyrst urðu þeir alveg hissa, síðan tóku þeir að furða sig á ráðslyngni hans, en þorðu ekki að skjóta á hann aftur, vegna þess, hvað hann var nærri vagninum. Lítið eitt lengra inni í skóginum beygði refurinn af leið, hljóp yfir skurðinn meðfram veginum og hvarf inn á milli trjánna. Þar lagðist hann niður við kræklótta grenirót, nálægc rjóðri einu. Sá hann vel, þaðan sem hann lá, hvað gerðist á næstu grösum °g úti á veginum. Hann teygði sig á- nægjulega, lagði trýnið milli framfót- anna og ætlaði að hvíla sig. Hélt hann, að öll hætta væri nú liðin hjá. En hvíldin varð ekki löng. Friður- inn þarna í skóginum virtist vera af skornum skammti þennan dag. Hér og þar heyrðist til manna," raddir þeirra og þungt og laumulegt fótatak. Refur- inn reyndi að friða sig með því, að þetta hefði hann oft heyrt áður, án bess að nokkuð voðalegt hefði skeð. Samt þefaði hann út í loftið hvað eft- ii' annað, hlustaði og hafði enga ró, og var stöðugt tilbúinn að leggja á flótta. Allt í eína fanii hann, að ein- hver padda skreið á hann upp ur ijr.ginu. Hann bió sig til að reka hana turtu hið skjótasta, en hætti við það °g teygði trýnið eins langt fram og hann gat til þess að geta sem bezt fylgdst með því, 'sem gerðist á veg- inum. Þannig horfði hann stundarkorn og óttasvip brá fyrir í svörtum og kæn- iegum augum hans. Síðan reis hann hljóðlega á fætur og læddist út í skóg- arjaðarinn, sem sneri að heiðinni, en iengra fór hann ekki. Harkalegt og hávært mannamál UNGA ÍSLAND heyrðist fram undan~skógarjaðrinum og refurinn hopaði aftur inn á milli trjánna. Þennan dag áttu að ve»rða fæli- veiðar í skóginum. Þeir, sem reka skyldu veiðina þangað, sem skytturn- ar stóðu tilbúnar, voru komnir hver á sinn stað meðfram skógarjaðrinum. Refurinn hljóp meðfram röðinni og komst að raun um, að leiðin út til heið- arinnar var lokuð. Þá sneri hann við og þaut sem kólfi væri skotið þvert yfir skóginn, yfir að veginum hinum megin við hann. En þegar hann var kominn svo langt, að hann sá veginn, nam hann skyndilega staðar og faldi sig undir slútandi greinum. Á veginum sá hann mann með byssu ^undir hendinni. — Refurinn starði á byssuna með ónota hroll í hverri taug. Svo fór hann aftur til baka, en hvar sem hann reyndi fyrir sér til að kom- ast burtu, rakst hann á menn, er stóðu grafkyrrir og öftruðu honum frá að fara leiðar sinnar. Hann fór þá enn yfir að veginum, og þar, sem hann kom að honum rakst hann á brumberjarunna, sem teygði anga sína yfir um skurðinn og alla leið upp á vegarbrúnina. Þarna skreið hann gætilega fram í skjóli við greinarnar, og ekkert minnsta hljóð eða hreyfing á þeim gaf til kynna, að hann væri þarna á'ferð. En áður en hann tæki lokastökkið yfir veginn teygði hann fram trýnið og litaðist um. Á veginum stóð maður, sem hafði vakandi auga á runnanum. Hann sá refinn og lyfti byssunni. Sólin glamp- aði á hlaupið, refurinn hörfaði laf- hræddur til baka og hljóp einu sinni enn meðfram mannaröðinni hinum megin í skóginum, án þess að finna nokkra leið til undankomu. 99

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.