Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 6
V Þá heyrðist allt í einu pípublástur og í sama bili hófust ólæti og gaura- gangur úti í skógarjaðrinum, hróp og köll, org og óhljóð. Hrossabrestir örguðu og greinar brotnuðu. Fæliveið- ararnir brutu sér leið inn í nýskóginn, og refurinn þaut aftur yfir að vegin- um eins og illir andar væru á eftir honum. Úti á milli yztu trjánna mundi hann eftir manninum með byssuna. Hver vöðvi í hinum stælta skrokk hars titraði, og hann læddist inn í þéttasta skógarþykknið, þefandi og skimandi. Allt í einu hörfaði hann til liliðar og stóð eitt augnablik máttlaus at' skelfingu. Það brast og brakaði í runn- anum, sem hann stóð í og dádýr kom þjótandi út úr honum. Hræðslan og skelfingin skinu út ú-r stóru og skæru augunum þess. Það reisti höfuðið og þaut á harða spretti niður að veginum. Refurinn hlustaði á, hvernig klaufir þess skullu við harða og þurra jörðina, fór á eftir því svo langt, að hann gat séð, hvernig því reiddi af yfir veginn, og hugsaði eitthvað á þá leið, að ef þessi stóri bjálfi kæmist heilu og höldnu yfir um, þá ætti hann líka að komast það. Dýrið nam ekki staðar. Það ætlaði umsvifalaust að hlaupa yfir veginn. Aftur sá refurinn blika á byssuhlaup í sólskininu og dynjandi skothvellur kvað við. Refurinn skjögr- aði af hræðslu, en dýrið steyptist til jarðar. Veiðimaðurinn kom nær og hryglukenndar stundur bárust frá bráð hans. Refurinn fann þef af blóði og hörf- aði aftur á bak í betra skjól, en sá þó enn yfir á veginn. Hann vissi hvað gerst hafði og titraði af hræðslu. — Hávaðinn í fæliveiðurunum færðist stöðugt nær. Hratt fótatak, sem hann heyrði við hlið sína, kom honum til að líta vrð. Gömul tófa, með síðhærðan yrðling á eftir sér, fór fram hjá hon- um. Það var freistandi fyrir þau að hlaupa yfir veginn og hvorki virtist það langt hlaup né örðugt. Þku námu samt staðar og þefuðu áður en þau réðust í það. Yrðlingurinn hafði ekki ennþá lært gætni og varúð móður sinn- og ætlaði að hlaupa fram fyrir þá gömlu, en hún varð þá vond, lamdi hann í síðuna og skimaði síðan gæti- lega út á veginn. Þar stóð veiðimaður með byssu undir hendinni, en það var að sjá eins og hann hefði ekki hugann við annað en rauðberin meðfram veginum. Tóf- an ákvað því, að tefla á tvær hættur og leggja í það að skjótast yfir veginn. Hún stældi hvern vöðva og hóf sig til stökks, eldskjótt og léttilega eins og fljúgandi svala. En veiðimaðurinn var ekki eins mikið annars hugar og litið hafði út fyrir, Hann var viðbúinn og stóð með fingurinn á gikknum. Skotið kvað við og tófan steyptist steindauö til jarðar. Yrðlingurinn sneri við og þaut ráð- villtur út í bláinn. Nokrrum mínútum seinna var hann einnig orðinn skytt- unum að bráð og lá dauður, fljótandi í blóði sínu. Refurinn fylgdist með því sem gerð- ist. Hver taug hans titraði og svitinn rann af honum. Hann hljóp og hljóp, smaug um lautir og runna og leitaði án afláts að einhverri leið til undan- komu. Við og við mætti hann dauð- skelkuðum hérum, sem ýmist komu hoppandi á móti honum eða hlaup- andi á harðaspretti og dauðaskelfing- in skein út úr augum þeirra allra. Ref- urinn gaf þeim engan gaum. Sama ógnin hvíldi nú bæði yfir þeim og hon- um. Hin sameiginlega neyð var fjand- UNGA ÍSLAND 100

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.