Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 7
skapnum á milli þeirra yfirsterkari. Allt í einu var hann kominn að há- vöxnum grenitrjám, sem uxu meðfram lyngigrónum skógarstíg. Vonin lifn- aði í augum hans, því að hér virtist vera meiri friður en annars staðar. Einmanaleg engispretta tísti í grasinu °g skógardúfa kurraði uppi í tré. — Þetta minnti hann á sólbjarta og frið- sæla hvíldardaga í forsælu skógarins. En vonin um frið og ró átti sér þó-ekki Jangan aldur. Fæliveiðararnir komu nær og nær. Dúfan flaug burtu og ref- urinn snerist um sjálfan sig umhverfis trén. Hann komst hvergi þrátt fyrir alla sína lævísi. Hann var innibyrgður °g hlaut að hörfa nær og nær skytt- unum, sem biðu hans. Þá flaug honum enn þá einu sinni í hug að leita útgöngu milli fæliveiðar- anna. — í því skyni nálgaðist hann þá eins og hann þorði og laumaðist með- fram þeim. Allt í einu fann hann þef af hundi og ný hræðsla greip hann. Hann fitjaði upp á trýnið tilbúinn í allt, og í þeirri von,.að ekki yrði tekið eftir sér hljóp hannyfir örmjótt svæði *neð gisnum trjám og faldi sig í runna handan við það. Hundurinn var Skuggi. Hann var Parna með Jens, vini sínum og hafði ¦fylgt honum fast eftir fram að þessu. Nú sá hann rauðbrúnum feldi refsins bregða fyrir milli trjánna og smaug mn í runnann á eftir honum. Það skrjáfaði í laufinu og Skuggi ¦hoppaði, með kæti og gáska á eftir bernskuvini sínum, en ref- urinn var nú svo nauðulega kom- inn, að hann þekkti ekki fósturbróður ^inn. Hugði hann, að hér væri nýr °vinur á ferðinni, urraði og glefsaði "1 hans. En Skuggi gjammaði af gleði °g dillaði skottinu í ákafa. UNGA ÍSLAND Þá þekkti refurinn hundinn. Hann blíðkaðist og vingsaði skottinu í kveðjuskyni. En nú heyrðist gegnum allan hávaðan frá fæliveiðurunum og skothvellunum, að Jens kallaði á hundinn. Skuggi sperrti eyrun, horfði á ref- inn og tryggðin og góðlyndið skein út úr augum hans. — Komdu með mér, sagði hann á sínu þögula máli og hljóp um 'leið til baka. Veslings ref- urinn skalf eins og espilauf. Hann skildi hundinn, en þorði ekki að fylgja honum eftir. Skuggi hljóp til húsbónda síns, en refurinn hörfaði nær og nær veginum. Loks smaug hann milli yztú runnanna við vegarbrúnina, máttfarinn af skelf- ingu og dauðahrolli. Skuggi kom aft- ur til hans og reyndi að fá hann með sér. Skothvellur kvað við. Særður refur haltraði fram hjá og blóðið rann úr honum. Refurinn stóð ráðþrota. öðr- um megin voru fæliveiðararnir, en hin- um megin skytturnar á veginum, lim- lesting og dauði. Þá fann hann eitthvað mjúkt og vott kom við sig, og hrökk við. Það var Skuggi. Innileg bæn skein úr augUm hans. Refurinn þefaði í áttina til veg- arins. Blóðeimurinn fyllti loftið. Síðan sneri hann sér að vini sínum. Skuggi dillaði sér öllum til. Nú skildi hann, að refurinn ætlaði að láta tilleiðast að fylgja sér. Síðan lögðu þeir af stað, Skuggi hoppandi og gjammandi, en refurinn skríðandi á eftir honum. Þeg- ar þeir komu til fæliveiðaranna skaust hann undir grein milli tveggja æpandi manna, en Sjcuggi gelti af öllum kröft- um og kastaði sér á húsbónda sinn með svo miklu afli. að hann gleymdi stundarkorn að berja um sig með trjá- 101

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.