Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 8
Stepas Zobarskas: St ormunnn Það var um miðdegisleytið, að svöl- urnar tóku að ókyrrast á hreiðrum sín- um og fljúga til og frá, svo nærri jörðu, að vængir þeirra snertu grastoppana. Dagurinn hafði verið svo heiður og fagur, að afi gamli sagði með nokkurri gremju: — Ég held það sé ekki þörf, að hann fari að rigna núna. Blíðviðrið hefði svo sem mátt haldast dálítið lengur, svo að heyið þornaði. Sólin skein heitar og heitar. Kýrn- ar óðu út í vatnið til að kæla sig, en kindurnar söfnuðust saman í skugg- ana af pílviðartrjánum. Albinas .lá aft- ur á bak í grasinu, hafði hendurnar fyrir andlitinu, en horfði út á milli fingra sér upp í blátt djúp himinsins og á hin litlu ský, sem sigldu hægt og rólega upp á himinhvolfið. Blámi him- insins var óendanlega djúpur og þarna uppi í blámanum flaug lítill lævirki og söng. bútnum, sem hann hélt á. Refurinn notaði tækifærið og smaug fram hjá honum, skjótur sem elding. Maðurinn æpti af undrun, en refurinn var slopp- inn og þaut í áttina til heiðarinnar eins og fugl flygi, burtu frá tortím- ingunni. Skuggi elti hann, en varð brátt þreyttur og kom aftur til baka. Eftir þetta sá hann aldrei framar, bernsku- vin sinn og félaga. (Endir). 102 — Lævirkinn er að líta eftir skýj- unum. Hann vill sjá hvort þau eru að nálgast, sagði afi. Albinas og afi hans störðu á eftir söngvaranum langa stund og lágu þarna í mjúku grasinu. Söngur fugls- ins dvínaði smátt og smátt við fjar- lægðina, unz hann heyrðist ekki meir. Og allt í einu hvarf fuglinn sjálfur bak við grátt ský. — Hvert er lævirkinn að fljúga núna? spurði Albinas. — Til himins, svaraði afi. — Guði þykir svo gaman að hlýða á söng hans. Þeir stóðu upp, því að þá var farið að verkja í augun. Albinas hoppaði og stökk um engið meðal blómanna, en afi hans stóð og horfði niður á vatníð og síðan á hjörðina, sem átti fullt í fangi með að verjast ágangi mýbits- ins. Suð býflugnanna fyllti lofið, meðan þær flugu á blóm af blómi, sugu hun- ang þeirra og báru heim í bú sín. En er lágt þrumuhljóð kvað við einhvers staðar í fjarlægð, þagnaði suð býflugn- anna og þær hurfu af enginu. — Hinir starfsömu hunangssafnend- ur eru að fara heim, sagði afi. Hlauptu, drengur minn, og náðu í regnfrakkann minn. Það verður farið að rigna eftir stutta stund. Albinas hljóp heim, sem mest hann mátti og kom til baka með frakkann. Skýin fóru sér í engu óðslega, en hrönnuðust þó upp á loftið með þrumu- UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.