Unga Ísland - 01.09.1941, Side 9

Unga Ísland - 01.09.1941, Side 9
hljóðum og eldingum og eftir því, sem þau komust hærra yfir hvolfið, fór vindur í vöxt. Trén, sem höfðu staðið þarna svo afar lognmolluleg, tóku að i’eisa toppana, og er vindurinn færðist í aukana, fór ömurlegt kvein um allan skóginn. Grasið á enginu ókyrrðist og hylgjaðist til líkt og öldur á sjó. Og allt í einu þaut stormsveipur. yfir og bar nieð sér laust gras og kvisti einhvers staðar frá. Svölurnar flugu lágt fram og aftur og þurftu mikið að liraða sér. Og jafnvel eftir að allir aðrir fuglar voru horfnir inn í mesta skógarþykkn- ið, héldu þær áfram að fljúga þarna í eyrðarleysi fram hjá Albinas og afa hans. Þrumuhljóðin kváðu við eitt á fæt- ur öðru og eldingafnar leiftruðu með stuttu millibili. Kindurnar hnöppuðust saman í þéttan hóp. Kálfarnir þutu til mæðra sinna og þrýstu sér fast upp að hálsi þeirra. Afi fór í frakkann, smellti með svipuólinni sinni og rak alla hjörðina af stað í skjól. Skammt frá var baðhús nokkurt, þar Seni fjárhirðar og ferðamenn leituðu sér ævinlega skjóls í illviðítqn. Þeir tóru þar inn Albinas og afi hans. -— Þú skalt fara heim áður en rign- lngin kemur, sagði afi. Ég ætla að vera hér. -— Nei, ég vil vera hér hjá þér, svar- aði drengurinn. •— Eins og þú vilt, sagði afi. Á veggjarsyllu inni í skýlinu var svöluhreiður og Albinas sá á stél svöl- unnar og heyrði hana tísta við svölu- börnin, ungana sína. Nú komu eldingarnar’ hver á fæt- ur annarri og þrumuhljóðin urðu æð- isgengin og tryllt, svo að skýlið nötraði °S hristist. Albinas fölnaði af ótta, UNGAísland huldi andlitið í höndum sér og þrýsti sér fast upp að afa sínum. — Þú neitaðir að fara heim, strák- ur, og nú ertu orðinn fi’ávita af hræðslu, sagði afi. Drengui’inn þagði. Hann stóð upp við vegginn og hlýddi með skelfingai’- svip á þrumuhljóðin. - Þungir, stórir dropar regnsins byrj- uðu að falla úti fyrir, á veggi og þak kofans. Rúðurnar titx'uðu. Vindurinn hvein. Bi'akið í trjám skógai’ins rann saman við hávaðann í rokinu og ætl- aði allt að æra. Öldurnar á vatninu dönsuðu í ofsalegum ti'yllingi, þeytt- ust hvítfextar upp í fjöruborðið og brotnuðu á ströndinni. Afi tók af sér húfuna og signdi sig. Albinas gei'ði það einnig. Hann hrökk saman við hvei’n nýjan hávaða, hélt að sér kápunni og hnipi'aði sig saman undir frakkalöfunum hans afa síns. Angistarsvitinn hnappaðist á enni hans og bogaði niður eftir bakinu á honum. •:— Afi, ég er svo hi'æddur, stundi hann. Hann minntist þess nú, að í fyi'ra brann nýr bóndabær í þorpinu. Eld- ingu hafði slegið niður í reykháfinn og kveikt í húsinu svo það bi’ann til kaldra kola. Eldurinn var óviðráðan- legur. Fólkið hljóðaði af ótta og angist meðan eldurinn lagði bygginguna í rústir og neistaflug barst með vindin- um í húsþök nágrannanna og kveikti í þeim. Þá hafði mamma hans beðist fyr- ir heima hjá sér og brent helgum gi'ös- um svo að heiipili þeii'ra yrði forðað frá eyðileggingu. Albinas lokaði augunum og tók að þylja bænir sínar í hálfum hljóðum. Dyr hússins voru lokaðar, en gegnum stóra í'ifu í hui'ðinni sáu þeir hvað hjöi’ðinni leið. Bæði kýr þeirra og 103

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.