Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 11
wk' a ras heim leiði; ann fyriír stiga upp til himnaríkis, sagði afi/ Er regnið hætti, fór hjörðin aftur á stjá, og yfirgaf skjó\ sitt. Kindurnar hristu sig, kýrnar sleiktu kálfana sína, en kálfarnir og lömbin skulfu af kuldahrolli, því að loftið var svo svalt. Oveðrið var gengið hjá, og nú sáust Pess lítil merki lengur í öðru en því, að sums staðar hafði grasið lagzt flatt tíl jarðar og kofaþakið var allt úfið eins og stél á kalkúnhana/ Ottanum var einnig slotað í brjósti Albinas, nú dró hann andann létt- ara og bar glóhærðan hrokkinnkollinn hærra en áður. y— Oh! hrópaði hann og rómur hans var fullur af gleði. — Oh! sagði bergmálið hinum meg- in við vatnið. Afi fór úr frakkanum sínum og hristi hann og barði með svipuskaftinu sínu. Sólin var um það bil að setjast bak við fjöllin. Það var brátt kominn tími tií að reka hjörðina heim. ¦ Nú skaltu fara heim, sagði afi Vl" Albinas, ég ætla að vera hérna stundarkorn enn, svo kem ég heim ^ka. Hvíldu þig nú rækilega, því að á UNGA ÍSLAND morgun verður þú látinn gæta hjarð- arinnar einn. Albinas lagði af stað heimleiðs yfir hina litlu hæð, er skyggði á þorpið. Gatan var sleip og blaut, og rigning- arvatnið hafði safnast í smápolla og tjarnir hér og þar. Grösin og blómin tóku að rétta sig við á ný og lyftu regnvotum kollunum til himins. Nú var Albinas ekkert óttasleginn meir, nú var hann ekkert hræddur við þrum- urnar og regnið lengur, en iðraði þess sáran að hafa sagt afa sínum allt af létta. Það var auma vitleysan að hafa gloprað þessu út úr sér. Hann nam allt í einu staðar uppi á hæðinni, því nú var hann rétt kominji heim, og hrópaði: — Afi! — Hvað er það? — Pípan þín, afi. Það var ekki allt saman mér að kenna. Það var ekki ég einn, sem henti henni í tjörnina. Og það var heldur ekki ég einn, sem braut fótinn á gæsinni. Svo tók hann á rás heim, sem mest hann mátti. Forarpollarnir og bleytn götunnar slettust og spýttust út frá fótum hans. (Lav,sl. þýtt). S. J. 105

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.