Unga Ísland - 01.09.1941, Side 12

Unga Ísland - 01.09.1941, Side 12
Sigurður Helgason: Frá megin landinu myrka Þá er það vatnahesturinn. Hann er eitt þessara stóru dýra, eins og fíll- inn og nashyrningurinn. Og ef við segjum, að fíllinn minni helzt á til- gerðarlegan heldri mann, sem hvorki þolir blett eða hrukku á sjálfum sér, þá má líkja nashyrningnum við gaml- an geðvonskuvarg, en vatnahestinum við latan ístrubelg, sem situr flibba- laus í sólskininu við dyrnar heima hjá sér og lætur konuna sína vinna fyrir sár. Þegar maður sér vatnahest hálf- an á kafi niður í forarpolli, tyggjandi við og við með kæruleysissvip, eins og þeim sé sama um allt, þá sér maður ímynd róseminnar íklædda holdi og öllu, sem því fylgir. Meðan vatnahest- urinn hefur nóg að eta og drekka, þá er honum sama um allt. Vatnahesturinn er mjög skoplegur, þegar hann verður hræddur. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, enda er hann fremur óvanur því að vera ónáð- aður. Hann er ekkert nema fitan og heimskan. Eitt sinn rakst ég á vatnahestahjón, sem lágu í stórum polli. Þau fóru strax kaf, þegar þau urðu vör við mig, eins og tveir dálitlir kaf- bátar, og það var svo grunnt þarna, að þau hljóta að hafa orðið að kreppa lappirnar upp undir sig. En ekki gátu þau verið alltaf í kafi, enda sá ég eftir tvær mínútur að 2 breið trýni komu blásandi og frýsandi upp yfir vatns- flötinn. Þegar þau sáu, að ég var enn á sama stað, fóru þau aftur í kaf með miklum bægslagangi, snörli og skvett- um. Loks sáu þau, að öll þessi ólæti voru til einskis og tóku það ráð að bíða með spekingslegri ró eftir því, sem að höndum kynni að bera. Villinaut. Þá er Afríku villinautið. Það minn- ir á mann, sem lifir ír stöðugum ótta við það, sem um hann kann að vera sagt. Það er stöðugt á verði, oft að ástæðulausu. Varkáríii þess er hræðsla, en ekki þessi skynsamlega aðgæzla, sem kattaættinni er gefin; hræðsla, sem bæði er óþörf og heimskuleg og hlýtur að ræna það mestu af lífsgleði sinni. Það getur ekki verið rólegt a beit, nema stundarkorn í einu, svo hrekkur það við allt í einu, fer að titra og skjálfa, þó engin hætta sé á ferð- um. Svona eru þau öll, ávallt óróleg, og ef eitthvað kemur fyrir, sem ástæða er fyrir þau að óttast, þá grípur þan UNGA ÍSLAND 106

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.