Unga Ísland - 01.09.1941, Qupperneq 16

Unga Ísland - 01.09.1941, Qupperneq 16
starfið allan veturinn. Fundur t. d. tvisvar í mánuði. Á síðasta fundi, eða við skólaslit væri svo gaman að at- huga, hver árangurinn hefði orðið. Að sjálfsögðu yrðu börnin að njóta aðstoðar kennara sinna í þessu starfi; yrði það áreiðanlegá auðfengið. Hvernig lízt ykkur á að reyna þetta? Ég held, að með svona starfsemi gætu þið gert meira fyrir móðurmálið ykkar, en ykkur sjálf eða aðra grunar. Og hversu lítið sem þokaði í rétta átt, þá er það unnið afrek, sem þið búið að síðar í lífinu, þegar þið sjálf berið abyrgð á móðurmálinu — tungu feðra ykkar og mæðra, — íslenzk- unni. Með kærri kveðju til ykkar allra. Skúli Þorsteinsson• Rithöfundurinn og hundurinn hans. Sú saga er sögð um hinn fræga finnska rithöfund Zakharias Topelius, að eitt sinn, er hann var á sjóferð nokkurri, hafi hundur, sem hann átti, fallið fyrir borð. Topelius bað skip- stjórann að stöðva skipið. — Það er ómögulegt, svaraði skip- stjórinn, áætlun skipsins verður að halda, og ég hefði aðeins leyfi til að stöðva skipið, ef einhver af skipshöfn- inni félli fyrir. borð. En vegna hunds er það ómögulegt. — Jæja, það er allt í lagi, svaraði Topelius og í sama svip var hann stokkinn fyrir borð á eftir hundinum. Skipið staðnæmdist og manninum og hundinum var bjargað. Þegar rithöf- undurinn síðar var spurður, hversvegna hann hefði hætt lífi sínu þannig, svai* aði hann: — Þessi hundur er sá tryggasti vin- ur, sem ég hef átt og mundi fúslega hætta lífi sínu vegna mín. Hversvegna skyldi ég þá ekki gera það sama fyrir hann? Til lesendanna. Ef þið getið svarað eftirfarandi spurningum án þess áð leita að svar- inu í síðasta tbl. Unga íslands, hafið þið lesið blaðið af mikilli kostgæfni. 1) Hvað heitir ljóðabókin, er Guðni. I. Kristjánsson gaf út 1938? 2) Hvernig stóð á því, að refurinn í sögunni af íbúum heiðarinnar beið ósigur fyrir svanahjónunum? 3) í hverskonar fylgsni flýr villigölt- urinn í Afríku tíðast, er hættu ber að? 4) Hvað getið þið nefnt sem dæmi um félagslyndi fílanna? 5) Hvað hét aðal söguhetjan í sögu Ól. Þ. Ingvarssonar ,,í skútanum“, sem birtist í síðasta blaði? 6) Hvað hét kvæðið, eftir Siguvð Draumland, sem einnig birtist í síð- asta blaði? Orð&ending. Munið, að efni, sem ætlað er til birt- ingar í blaðinu, er bezt að senda til ritstjóranna, en allt, er við kemur af' greiðslu blaðsins, kvartanir um van- skil, áskriftabeiðnir og úrsagnir til af- greiðslunnar. Minnist þess einnig, að nú sem stendur fer kaupendum blaðs- ins fjölgandi og er þó allt of lítið gert að því að útbreiða það. Gerið ykkar bezta í því efni. 110 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.