Unga Ísland - 01.09.1941, Page 17

Unga Ísland - 01.09.1941, Page 17
Vorkvöld. Af hamrabelti háu ég horfi yfir dalinn. Ljúft um laufin smáu leikur nœtur svalinn. Elóm í brekkum sofa, bunar lind af stalli. Loftsins fuglar lofa lífið upp á fjalli. Geislar sólu sýnast síga beint í æginn. Þoir einn af öðrum tínast. Þeir eru að kveðja daginn. Á okkar ættar-landi unun mesta lér, öræfanna andi, sem eilíft ríkir hér. G. B. ★ Við SkagafjörS. Yfir grænt og gróið landið gnæfir Tindastóll. Eins og líti'ð sandkorn sýnipt sérhver hæð og hóll. i Drangey rís úr djúpi köldu, dregur mig til sín. Þórðarhöfði þögull stendur og þama er Kerling mín. Skagafjörður bjartur blikar. Blærinn sefur rótt. Sléttast allar ölduörður út, um sumarnótt. Ólafur Þ. Ingvarsson. ★ Maðurinn: — Þú lítur út fyrir að v®ra duglegur til vinnu, drengur minn. Drengurinn: — Jæja, ég er nú ekki eins heimskur og ég lít út fyrir að vera. U N G A ÍSLAND Bréfaviðskiptí. Guðmundur Björgúlfsson, Strandhúsum, Norðfirði, óskar eftir bréfasamhandi við dreng eða stúlku á aldrinum 14—16 ára, einhvers gtaðar á landinu. ★ Áslaug Hulda Magnúsdóttir, Mjóanesi, Þing- vallasveit, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlku á ddrinum 13—14 ára einhvers staðar á landinu. ★ Magnea S. Ottesen og Guðrún S. Ottesen, báðar til lieimilis að Gjábakka, Þingvallasveit, Árnessýslu, ó+a eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—17 ára einhvers staðar á landinu. ★ Sagan um fílana. Hafið þið ráðið reikningsþrautina um fílana, er birt var í síðasta blaði? Ef ekki, þá er ráðningin svona: Við það, að riábúi bræðranna lánaði þeim sinn fíl, urðu fílarnir alls 18. Nú átti sá elzti að fá helming þeirra, en helmingurinn af 18 er auðvitað 9, sá næsti átti að fá þriðjung þeirra, sem eru 6 fílar, og sá yngsti átti að fá ní- unda hluta fílanna, sem er 2 fílar. Nú eru 9 + 6 + 2 tii samans 17, svo að 18. fílinn, þann, sem lánaður var bræðf- unum, gat eigandinn fengið aftur. Þar með var þrautin leyst. 'A' Felunafnavísurnar (maí-blað). 1) Þómý, Dagrún, Þórhildur, Þórveig, Sigrún, Ragnhildur, Guðný, Sólborg, Sigiúður, Sólveig, Guðrún, Brynliildur. 2) Vigfús, Sigþór, Víglundur, Valtýr, Óskar, Sigurður, Sigfús, Halldór, Hallmundur, Hjálmtýr, Ragnar, Guðmundur. Austri. 111

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.