Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.09.1941, Blaðsíða 18
Þrautir — Leikir. Hrékja hænu af priki. Sívalt prik er lagt milli tveggja stóla með hæfi- legu millibili. Prikið þarf að vera n ikk- uð traust eigi það að þola þunga þess, sem þrautina leysir. Á stólana eru látnir einhverjir mjög léttir hlutir — það eru hænsnin. — Sá, sem ætlar að hrekja þau niður, fær sér staf í hönd og setzt á prikið milli stólanna. Þetta er ekkert þægilegt sæti, því að hann verður að sitja þannig, að hann snúi baki að öðrum stólnum, síðan lyftir hann fótum frá gólfi og krossleggur þá ofan á priki þvr eða slá, sem hann situr á. Styðja má hann sig á allan hátt meðan hann kemur sér þanníg fyrir, en léngur ekki. Þá tekur hann staf sinn og slær nú hænsnin niður, bæði fyrir aftan sig og framan, án þess- sjálfur að tapa jafnvæginu, það getur oft reynzt nokkuð torvelt. Hér er myflan. Sr=--; • -- Hvar er malarinn? UNGA ÍSLAND Eign Rauöa Kross íslands. Kemur út 10 sinnum á ári í 16 síöu heftum. Gjalddag-i 1. apríl. Verö blaðsins er kr. 4,50 árg. Ritstjórar: Stefán Jönsson, Siguröur Helgason. Framkvæmdastjórn blaösins annast: Arngrímur Kristjánsson. Afgreiöslá er í skrifstofu RautSa Krossins, Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélagshúsinu). Pósthólf 927. PrentatS í ísafoldarprentsmiðju h.f. Eldspýtnaþraut: Taktu 16 eldspýtur og legðu þær A borðið eins og myndin sýnir. Eldspýt- urnar mynda þá fimm ferhyrninga. Nú er þrautin sú, að færa til aðeins þrjár eldspýtur, þannig, að eftir verði að- eins fjörir ferhyrningar jafnir að stærð. Enga eldspýtuna má taka alveg burtu, aðeins flytja þrjár um set. UNGA ÍSLANP 112

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.