Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 5
Kvöld Sólroðin ský sveipuðust yfir vestur- hvolfið. Það var sólarlag — íslenzkt sólarlag. Úti í túnfætinum á Eyri sátu tveir drengir, þeir hétu Jónas og Sigurþór og voru báðir jafn gamlir. Þeir áttu að fermast að vori. En í kvöld sátu þeir þarna á túngarðinum og horfðu út í vestrið. — Sjáðu, mælti Jónas. — Hvað? spurði Sigurþór. — Eitt skýið er eins og indíána- höfðingi . . . Jónas hló og leit til Sig- urþórs. — Alltaf ertu jafn ímyndunarsam- ur. .■— En eigum við nú ekki að ganga uiður að sjónum, áður en við förum uð hátta? ■— Jú, jú, samþykkti Jónas. Þeir gengu niður í fjöruna og sett- ust á kjölinn á báf einum er lá þar á hvolfi. •— Sjórinn er heillandi, mælti Sig- urþór. samt er mér í hjnrta hljótt: Kotið ínitt við hvamin og hrann kveðja hlýt ég- skjótt. Hvert ,sem leiðin liggur, lifir hjartans þrá; hingað hvarflar hryggur hugur glaumi frá. Engan stað ég vænni veit. Vermdu, hlessuð sumarsól, sælan ættarreit. Uulda. við hafið — Já, alltaf, og í kvöld er hann. fagur . . . Sléttur eins og spegill, skyggndur eins og kristall. Þeir þögðu dálitla stund. Allt í einu stökk Jónas á fætur og hrópaði: — Ég get ekkiÚarið að sofa í svona góðu veðri. Mamma sagði líka, að ég mætti vera með þér fram eftir kvöld- inu. — Ég er á sama máli, sagði Sigur- þór og fylgdi máf einum eftir með aug- unum. Hann flaug í vestur ,og settist á eyju eina, er var dálitið undan landi. — En hvað það væri gaman að koma út í Faxaeyju, sagði Jónas. — Já, og skömm er nú að því, fyr- ir okkur að hafa ekki farið þangað út ennþá og orðnir fjórtán ára gamlir, anzaði Sigurþór. Þeir horfðu hugfangnir vestur í eyj- ■ una, er var eins og æfintýraland, þarna út í rjómalyngum haffletinum. — Eigum við að taka þennan bát? spurði Sigurþór, allt í einu og var á- f jáður. — Meinarðu það? — Auðvitað meina ég það. Eigum við ? — Bara að við komum bátnum á flot. — Fólkið verður kannske hrætt um okkur. — iSu'íí, eins og vio hofum ekki róið út á sjó áður og það í verra veðri en þessu. UnGA ísland 115

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.