Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 7
Það glumdi í klettunum í kring . . . En nú var selnum nóg boðið, eins og örskot var hann kominn í sjóinn og horfinn. En selir eru forvitnir og ef'tir dálitla stund stakk hann höfðinu upp ór og leit í kring um sig. Strákarnir horfðu á hann góða stund og löbbuðu svo af stað að bátnum. En hvað var nú þetta? Þarna kom bátur, og honum var ró- ið hart af tveim mönnum. Drengirnir þekktu þá þegar. Það voru þeir Einar og Páll, feður þeirra. -— Við skulum mæta þeim, sagði Jónas. — Við fáum skammir, sagði Sigur- þór. -— Já, en við verðum að bera okk- ur karlmannlega, þó að þeir séu nú kannske ekki sem frýnilegastir, sagði Jónas og hló. ;— Jæja, ýtum þá frá, sagði Sigur- l)ór> — og látum þá nú sjá, að við sé- um færir um að stjórna bát. Þeir leystu bátinn og ýttu svo báðir E’á af öllum kröftum . . . Þeir voru blautir upp undir axlir, er þeir komu UPP í bátinn, svo var buslugangurinn nfikill. Nú settist Sigurþór við stýrið, eu Jónas réri. Þeir réru beint á móti hinurn bátnum, er óðum færðist nær ; • ■ Það var ekki laust við, að strákarn- a’ væru hálf smeykir. Það er allt ann- að en gaman að fá flengingu, og það á svona fögru sumarkvöldi. Þar komið þið, kallaði Einar, er i*eir mættust. — Þið eruð þokkapiltar, sagði Páll. — Og ættuð flengingu skilið . . . Það var heppni -að þið drápuð ykkur ekki í lendingunni. Klappirnar eru ■stórhættulegar, sagði Einar. Já, en þetta tókst vel, sögðu báð- 11 strákarnir í einu. UnGA ísland — Vissulega gekk það vel en ef — Páll léit á strákana, þeir skyldu hvað hann átti við. — Jæja, það er víst bezt að róa aft- ur heim, sagði Einar og greip árar. Þeir réru samsíða til lands. Er þeir höfðu komið bátunum á land upp, sagði Einar: —• Jæja, strákar, nú er flengingin eftir. Hann hló við. — Hm, sagði Jónas. — En veðrið var svo gott og svo var hafið svo slétt, byrjaði Sigurþór. — Og okkur strákana þyrstir í æf- íntýri, ég ta\& nú ekki um þegar ó- byggð eyja er svo til fyrir framan nefið á manni, sagði Jónas og óx ás- megin. Gömlu mennirnir brostu: — Þið áttuð bara að biðja um leyfi, sögðu þeir. — Já, en við bjuggumst við, að við fengjum ekki að fara, sagði Jónas. — Nei, það hefðuð þið heldur ekki fengið . . . En nú skuluð þið fara heim að sofa . .. Skýin spegluðust í mildum hafflet- inum, þau voru enn þá rauð, af geisl- um nýrunninnar sólar. ELDSVOÐI. Eldsvoðar valda alltaf tjóni og stundum líka slysum á mönnum eða kvikfénaði. Það ber til, að börn og unglingar fyr- ir ógætni, eða af vanþekkingu, verða völd að eldsupptökum. Gætið, börnin góð, að slíkt hendi ylckur ekki! Farið vaidega með ljós og ljóstæki, eld og eldfæri og eldfim efni! Kappkostið að standa fullorðna fólkinu jafnfætis eða vera því fremra í allri varúð til að forðast eldsvoðana! 317

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.