Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 10
dýrið, sem líkst hefði gráum skugga. I sama bili sá hann að þessi grái skuggi var á hreyfingu og kom þjótandi í átt- ina til hans, alveg hljóðlaust. Honum varð strax Ijóst, að þetta var fullorðinn hlébarði, sem ætlaði að ráðast á hann. Hann skaut, en hitti ekki, ætlaði að skjóta aftur, en byssan klikkaði og um leið réðist hlébarðinn á hann. Það heppnaðist að bjarga honum, en svo var hann illa útleikinn, rifinn og sund- ur flakandi, að hann lá 2 ár í sárum, áður en hann náði sér til fulls. Hýenur og sjakkalar eru alls stað- ar, þar sem ljón og' hlébai'ðar eru. Svertingjarnir segja, að sjakkalinn sé Gasellur. í vinfengi við ljónið, hjálpi því til að finna bráðina og fái í launaskyni að borða með því. Öðru máli er að gegna með hýenu ræfilinn. Einu sinni sá ég hýenu læðast að leifum, sem ljón eitt hafði skilið eftir. Hún hefir víst haldið, að það væri á bak og burt. En varla var hún byrj- uð að éta, þegar konungur dýranna kom, heldur en ekki ófrýnn á svipinn og rak hana burtu. Öðru sinni, þegar eins stóð á, rétti það henni svo vel úti- látinn löðrung, að hún hlýtur að hafa borið þess minjar upp frá því, Þúsundir bavíanapa höfðust við í írjánum hjá lieimili okkar við Para- Vlísarvatnið. Þeir eru í smá hópum,' ein fjölskylda í hverjum. Þeir eru bros- ega líkir mönnum og einna skemmti- Jegastir af öllum þeim dýrum, sem við kynntumst á þessum slóðum. Þeir ekrækja og hvæsa og eru einlægt í á- flogum, einkum á kvöldin, þegar þeir ætla að fara að sofa, því að þeir vilja hver um sig fá að vera á beztu grein- inni. í einni fjölskyldunni, sem átti heima næst bústáð okkar, var gamall karlapi. Virtist hann vera í meira lagi gramur yfir nærveru okkar. Jafnskjótt og hann sá okkur, ógnaði hann oklf- ur með krepptum hnefunum, en þeg- ar við komum nær, hraðaði hann sér burtu, blaðrandi án afláts á apamáli, og hafa það sjálfsagt verið óþvegin orð, sem hann las yfir okkur. Litlu bavíanungarnir eru mjög skýr- ir, en ekki eiga þeir sjö dagana sæla. Gömlu aparnir misþyrma þeim. Hvað lítið, sem út af ber eru þeir skammað- ir. Og það eru ekki einasta foreldr- arnir, sem þannig fara með þá, heldur líka vinir fjölskyldunnár og ættingj- ar. Gasellurnar eru bæði fallegar og góðlyndar. Ein þeirra varð eftirlætis- goð okkar í langan tíma, Ilún var farin að verða gæf, en þá hvarf hún allt í einu. Vafalaust hefir hún farið sér að voða í hættum skógarins. (Framh.) — Hvað segir konan þín, þegar þú kemur seint heim á kvöldin? — Ég er ókvæntur. — Nú, hvers vegna kemurðu þá seint heim? UNGA ÍSLAND 120

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.