Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 6
Islenzk nútírnaljóðskáld XVI. Rósa B. Blönd Rósa B. Blöndals ei’ nieðal þeirrfj yngstu kvenrithöfunda þjóðarinnar, er hafa á síðustu árum vakið á sér at- hygli. Árið 1933 gaf hún út ljóðabók- ina ,,Þakkir“, litla bók, sem lítiö lét yfir sér, en spáði þó góðu um framtíð höfundarins við aukinn þroska. Rósa B. Blöndals hefur ekki enn gefið út aðra ljóðabók, en síðan 1933 hafa öðru hvoru birzt kvæði eftir haha í blöðum og tímaritum, og bera kvæðin vott um allmikla framför. Árið 1938 k'om út frá hendi þessarar ungu skáld- konu skáldsagan ,,Lífið er leikur“. — Hlaut sú saga mjög góðar viðtökur af ritdómurum. Rósa B. Blöndals er fædd í Reykjavík þann 20. júlí árið 1913. Foreldrar hennar eru Jóhanna Jóns- dóttir og Björn Blöndal Jónsson lög- gæzlumaður, bróðir Guðm. Kambans rithöfundar. Rósa stundaði nám við Laugarvatnsskólann veturinn 1929— ’30 og síðan í Kennaraskólanum og tók þaðan próf 1934. Árið 1933 gift- ist hún Ingólfi Ástmarssyni frá ísa- firði og búa þau nú í Reykjavík. Kvæði það eftir skáldkonuna, er hér birtist, hefir ekki áður komið á prent. Lóan í mónum, mikið er liún væn. Nú er hún að syngja um sumarlöndin græn. Nú er hún að syngja uvn, svolitið bú, syngja um nýjar vonir og lífið, eins og þú. Bráðum lcoma eggin, svo yndislega s-má. Lóan í mónum lítil tínir strá. Dírrin, dírr-in-dí. Dýrðleg eru sporin. Nú er hún lcomin á ný. Fagurt er á vorin. Fögrum nær hún tónum lóan í mónum. Rósa B. Blöndáls. 130 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.