Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 8
djáknans. — Jú, sagði Hans. — Ég sá langa, hvíta vofu, sem ætlaði að standa í ve'ginum fyrir mér, svo að ég kæmist ekki niður úr turninum, en ég velti henni um koll, svo að hún valt niður endilangan stigann. — Bara, að hún hafi ekki meitt sig, sagði konan. — Það kemur mér ekkert við, sagði Hans. Konan grátbað hann þá að koma með sér upp í kirkju til að gá að þessu. Það var meiri umhyggjan, sem hún bar fyrir þessari vofu. Hans lét ekki standa á sér, fremur en áður, og fóru þau nú bæði upp í kirkjugarðinn. Þegar þau komu að turninum þá sáu þau hvar djákninn lá við stigann og hafði hann fótbrotnað, en við hlið hans lá hvít rekkjuvoð. Þau tóku rekkjuvoðina, lögðu djáknann-á hana og báru hann heim í henni, en eftir þetta var hann haltur, það sem hann átti ólifað. Djákninn vildi nú ekki hafa Hans lengur. Varð hann því að fara heim til foreldranna aftur. En faðir hans varð nú mjög reiður, ávítaði hann harðlega fyrir óstýrilæti sitt og vildi ekki hafa hann heima lengur. Daginn eftir fór hann til prestsins og bað hann að taka Hans til sín. Kvaðst hann skyldi launa honum vel, ef hann gæti látið Hans fá ótta af einhverju, þess þyrfti hann með öllu fremur. — Já, láttu drenginn bara koma, sagði presturinn. — Við skulum sjá, hvort ég get ekki tamið hann. Síðan fór Hans til prestsins. Svo var það laugardagskvöld nokk- urt, þegar liðið var að miðnætti, að presturinn kallar ±il Hans og segir við hann: — Heyrðu mig, sonur minn! Ég hef gleymt biblíunni minni uppiíkirkjunni. Hún liggur þar á altarinu og ég þarf að nota hana snemma á morgun. Hlaupu nú fyrir mig og sæktu hana. Hérna færð þú 12 skildinga fyrir ómakið. — Já. Hans var ekki seinn á sér. Hann tók kirkjulykilinn með sér, fór síðan upp gegn um kirkjugarðinn, lauk upp kirkjudyrunum, fór inn eftir kirkjugólfinu og beint upp að altar- inu. Þar stóð hár maður, kolsvartur og las í bókinni. Ekki varð honum mikið fyrir að lesa í myrkrinu, enda glóðu augu hans, rauð eins og eldstungur. — Með leyfi, sagði Hans, þreif bókina úr höndum hans og fór síðan hægt og rólega sömu leið til baka, tvílæsti kirkjudyrunum á eftir sér og færði prestinum bókina og lykilinn. — Sást þú ekkert óvenjulegt? spurði presturinn. — Nei, sagði Hans — jú, satt var það. Einhver langur og svartur drjóli stóð þarna uppfrá og- var að lesa í bókinni. En ég sagði bara — með leyfi. Svo tók ég hana af hon- um. — Varst þú ekkert hræddur? spurði presturinn. — Nei, sagði Hans. — Ég veit ekki hvað það er. — Jæja, þá skaltu bara fara beina leið heim til foreldra þinna, sagði presturinn. — Þér get ég ekkert kennt. Hans fór nú heim og sagði upp alla söguna, frá upphafi til enda. Faðir hans varð svo reiður, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Vildi hann ekki hafa slíkan pilt á heimiii sínu, sem væri svo óguðlegur, að hann óttaðist hvorki dauða eða lifandi. Ætlaði hann að hrekja hann burtu samstundis, en móðirin grátbændi mann sinn að lofa drengnum að vera, þó ekki væri nema •um nóttina, og varð það úr. Morguninn eftir skipaði faðirinn Hans að fara frá augunum á sér, eitt- hvað út í buskann. Móðir hans laum- aðist til að fá honum nesti og fylgdi 13? UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.