Unga Ísland - 01.11.1941, Side 12

Unga Ísland - 01.11.1941, Side 12
eftir því — renna hvert á eftir öðru, eins og kindur í slóð. Og þegar for- ustudýrið byrjar að drekka, þá fara hin að dæmi þess. En ef eitt dýrið hrekkur við, þá leggur líka allur hóp- urinn á flótta. Annars eru þau mis- jafnlega hvumpinn. Stundum er nóg, að fluga suði, til þess að þau taki öll til fótanna. Sjálfsagt er það mest hræðslan við stóru rándýrin, sem ger- ir þau svona óróleg. Þau eru sjaldan langt undan. Þessir meinlausu gras- bítar virðast vita það. full vel, að hver þeirra sem er, getur orðið næsta fórn- in í þessum daglegu morðum. — Sum þessara dýra bera menjar eftir hvass- ar klær og vígtennur. Oft eru margar tegundir við vatns- bólin á sama tíma. Þau standa hlið við hlið og drekka, og virðist koma mæta vel saman. En þegar strúturinn kem- ur, með sínu hátíðlega göngulagi og sínum hátíðlega svip, þá víkja hin frá. Þau virðast vei'a hrædd við hann, þó hann geri þeim ekkert mein. Ekki hentar óvönum að vera úti um nótt í afríkönskum skógi, enda þótt eldurinn logi í sprekunum, sem safnað hefur verið saman við síðustu dags- birtuna kvöldið áður. Bálið lýsir frá sér á ofurlitlu svæði umhverfis, en svo tekur við svarta myrlcur, og úti í myrkrinu heyrist fótatak stórra dýra, sem þren.gja sér milli trjánna svo að brakar í liminu, en örvita hlátur hýen- unnar, ekki steinsnar álengdar, kór- ónar óhugnað næturinnar. Varla fer hjá því, að þeim, sem óreyndur er tljúgi í hug, að ljón sé á næstu grös- um, lemjandi um sig með halanum, fokvont yfir eldsbjarmanum, sem það þorir ekki að nálgast. Líka getur hlé- bai’ði laumast hljóðlaust eins og skuggi á takmörkum eldsbjarmans og myrkursins. Reiður nashyrningur getur líka verið kominn á kreik til að athuga, hver það sé, sem kominn er i ríki hans. Ekki er síður viðburðaríkt að vera á nóttunni við vatnsbólin. Johnson iýsir einni siíkri nótt á þessa leið: Það var tunglsljós og hann var í einu skýlinu. Um tíuleytið kom full- orðinn nashyrningur og fór að drekka. Hann drakk samfleytt í 15 mínútur án þess að taka sér hvíld, og þegar hann hafði svalað þorstanum brokkaði hann samstundis af stað, eins og hann hefði áríðandi störfum að gegna. Áður en 10 mínútur voru liðnar, kom annar nashyrningur, stór og mik- ill, einn síns liðs. Hann belgdi í sig ósköpum af vatni og brokkaði síðan af stað aftur, eins og sá fyrri. Utn miðnætti heyrðist spark og fótatraðk álengdar og skömmu síðar kom nauta- höpur. Þau streymdu að tugum sam- an, blásandi og hnussandi, og gengn svo þétt, að þau hrintu hvert öðru út í vatnið. — Þau drukku öll samtíniis og sötrið í þeim hlýtur að hafa heyrst langar leiðir í næturkyrrðinni. Síðari hluta næturinnar kom hópiu' af fílum. Þar sem þeir komu að, varð skýlið milli þeirra og vatnsins. Urðu þeir varir við manninn, sem var í þv1 — og staðnæmdust inni í skóginum skammt frá. Þar stóðu þeir meira en hálfa klukkustund, en þorðu ekki að hætta sér lengra og voru reiðjr yfh' þessari hindrun, sem orðið hafði n vegi þeirra. Það snörlaði í þeim, þeú' blésu og ráku upp hávær eggjunar- öskur, en hurfu svo á brott, án þess að svala þorstanum. (Endir). 136 UNGA ÍSLANU

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.