Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 14
mál, sem hefur verið talað hér á eyj- unni okkar frá því, að hún byggðist fyrir meira en þúsund árum. Við skulum nema staðar við þetta atriði. Tungan, móðurmál okkar, er helgasti gimsteinn þjóðarinnar, og sá, sem við lengi höfum stært okkur 'af. Fyrir tungu okkar og bókmenntir höf- um við öðlazt tilverurétt okkar sem sjálfstæð menningarþjóð. Það er rétt að við gerum okkur það ljóst, að í augum heimsins erum við afar fátækir og smáir, en eigum þó þessa einu dýru eign, sem við höf um varðveitt gegnum aldirnar. Nú er sú hætta fyrir dyrum, að þetta eina, sem við eigum af því sem verulega mikilsvert er, verði frá okk- ur tekið. Er það þá ekki skylda hvers einasta manns, sem rennur íslenzkt blóð í æðum að taka sér vopn í hönd og standa vörð um dýrustu eign sína, tungu sína, þjóðerni sitt og rétt sinn til að mega tilheyra sjálfstæðri menn- ingarþjóð? Mér er spurn, viljið þið ekki taka þátt í slíkri varnarbaráttu? Ég heyri ykkur segja jú. En hvar eru óvinirnir? Óvinírnir eru fyrst og fremst við sjálfir. Það hljómar ein- kennilega. Hér hefur ekki verið herj- að með vopnavaldi og það er skylt að játa það hvar sem er, að hið brezka setulið, er hér hefur dyalið, hefur komið fram af mikilli prýði. Það á skilið þakkir okkar, og fyrir fram- komu þess, hefur brezka þjóðin vax- ið svo í augum okkar, að við hljótum að bera virðingu fyrir kurteisi henn- ar og umgengnismenningu. Um það ber heldur ekki að efast, að hinir ensku hermenn, sem dvalið hafa í landinu vilja okkur ekki aðeins allt gott, heldur og allt hið bezta. En þó að svó sé, verður ekki móti því mæít 138 með neinum rökum, að fyrir korau þeirra hingað, er nú án afláts herjað á íslenzka lifnaðarhætti, íslenzka menningu og íslenzka tungu af er- lendum áhrifum. Og því meiri umgang, sem við höf- um við erlenda setuliðsmenn, því sterkari hljóta hin útlendu áhrif að verða .og því öflugri sókn þeirra við að þrengja sér inn í íslenzkt þjóðlíf- Sá Islendingur sem að nauðsynjalausu leitar eftir kyrinum við hið erlenda Ketulið, hann opnar fyrir sitt leyti er- lendum áhrifum leið inn að hjarta ís- lenzkrar menningar og leggur sitt lóð þeim megin á vogina, er stefnir móð- urmáli hans í beinan voða. Hann er óvinur sinnar eigin þjóðar. Ég hef heyrt af því látið, að ýms- um setuliðsmönnum er hér dvelja þætti, sem til sín andaði köldu fálæti frá íslendingum og drægju þær áiykt- anir þar af, að Islendingar væru þeim óvinveittir. En svo er ekki. Hinir er- lendu menn verða aðeins að skilja af- stöðu okkar og það ætti að verða þeim hægðarleikur, ef þeir hugleiða hversu fjölmennir þeir eru í saman- burði við okkur, þjóðina, sem landið byggir, hversu óvenjulegir þessir tím- ar eru, hversu mikið við eigum í húfi og hve hættan er okkur stór. Við hörmum það, íslendingar, ef til eru hjá okkur siðferðilegar van- metakindur, sem sýna hermönnunum óáfsakanlega ókurteisi. Slíkir menn eru einnig óvinir sinnar eigin þjóðai*> en ég held, að þeir séu mjög fáir, sem betur fer. Hinir eru áreiðanlega miklu flein og alltof, alltof margir, sem sýna her- mönnunum óþjóðlegan sleikjuskap. ' Þeir eru alltof margir, er telja ser það stóran heiður, að hafa sem mest UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.