Unga Ísland - 01.11.1941, Qupperneq 15

Unga Ísland - 01.11.1941, Qupperneq 15
Hamneyti við hcrmennina, bjóða þeim inn á heimili sín, babla við þá ensku og- fyllast metnaði af því cinu, að geta sagt ,,yes“. Hér skal ekki framhjá því gengið, að til kynna hermannanna og Islendinga, geta legið mjög eðlilegar ersakir. En hinu má þó ekki gleyma, að á íslenzum heimilum á að tala ís- lenzku og ekkert nema íslenzku. Það er sérstaklega áríðandi einmitt nú. — Vilji hermennirnir eiga vinskap og kynni við íslenzk heimili, verða þeir að læra að tala mál íslenzkra heimila. Það er ekki nema sanngjörn krafa, að það málið af þeim, sem nú eru töl- uð til jafns í landinu, skuli vera rétt- hærra, sem er móðurmál þjóðarinnar, er landið byggir. Það er gott að hafa lært ensku og geta talað hana í Englandi, en hér heima eiga Islendingar að tala móð- urmál sitt. Hér er ekki tími til að fara um þetta öllu fleiri orðum. Hér er ekki rúm til uð nefna neitt af þeim dæmum, er Sanna að í þessu efni bregðast nú æði margir íslendingar skyldu sinni. En, hví miður, eru þau dæmi mörg. Ég s,;al þó að lokum geta þess, að tilefni þessarar stuttu greinar er það, að nú uudanfarið hef ég séð mörg ykkar, Sem mér er kunnugt um, að kaupið og ^esið Unga fsland, í fylgd með erlend- um hermönnum. Ég hef heyrt ykkur Vera að reyna að babla mál, sem þið kunnið ekkert í og ég hef horft á stolt ■Vkkar yfir því, að einnig þið væruð ^arin að umgangast útlendinga og *aia> að ykkar áliti, þeirra mál. Ég hef hvað eftir annað rekizt á •v kkur þar, sem þið hafið verið á hvim- leiðu vakki í kringum herbúðirnar og J^að jafnvel á þeim tíma, er skyldan auS ykkur að vera annars staðar. Og TJNCxA ísland ennfremur hef ég svo heyrt þau ykk- ar, sem ég daglega umgengst, í ykkar hópi blanda inn í mál ykkar margs konar erlendum orðum, er þið viljið sýna kunnáttu ykkar. Eru það tilmæli mín til ykkar, að þið hugsið um hvort það, sem að framan er sagt er ykkur nokkur prýði. Umgangist erlenda her- menn sem allra minnst, en sýnið þeim þó fulla kurteisi í hvívetna. Munið, að hermennirnir eiga enga sök á því, þó að á ógæfuhlið hallist fyrir okkur sjálfum. Ef til vill finnst ykkur það ósann- gjarnt, að krefjast þess af ykk- ur, sem hinir þroskuðu menn vanrækja margir hverjir. En þó ætla ég að fara fram á ennþá meira. Látið fullorðna íólkið verða þess áskynja, að sú sé skoðun ykkar, að því beri að taka und- ir, er þið ségið: „íslendingar viljum við allir vera“. S. J. ★ Trésmíðaneminn: (við meistarann) : Ég hef marið mig á einum fingrinum með hamrinum. Hvernig er hægt að komast hjá því? Meistarinn: Revndu að halda hamr- inum rneð báðum höndum. ★ „Hversvegna hefirðu þennan hnút á vasaklútnum?" ,,Þáð er bara til þess, að minna mig á, að minna konuna mína á að spyrja mig, hvort ég hefði munað eftir dá- litlu, sem hún bað mig að muna fyrir sig. ★ Maðurinn: Það er nú eins og vant er. Þú getur aldrei verið sammála mér í neinu. Konan: Þetta er nú bara alls ekki satt. 139

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.