Unga Ísland - 01.11.1941, Page 20

Unga Ísland - 01.11.1941, Page 20
OLAFUR A /NGVARSSON. Uppi á bláum fjöllum ... Ólafur Þ. Ingvarsson mun orðinn kunnur lesöndum Unga íslands, þvi að blaðið hefur undan farin ár flutt allmargar smásögur eftir hann og auk þess nokkur smá kvæði. Blaðinu hefur verið sérstök ánægja að því að birta sögur þessa höfundar, þótt segja megi, ef til vill, að þær séu ekki stórfenglegur skáldskap- ur. Hinu verður ekki neitað, að allar hafa þær í sér fólginn þann neista, sem þarf til að gera þæi' eftirtektarverðar. Og allar bera þær vott um mikla frásagnarhæfileika höfundar- ins. Ég, sem línur þessar rita, get fullyrt það, 'vegna þeirra kynna, er ég hef öðlast af þess- um málum fyrir störf mín víð Unga Island, að sögur Ólafs skai-a fram úr sögum og rit- smíðum manna á hans aldri. Hinu verður svo fi'amtíðin að skera úr, hvort hér er á ferðinni einn af tilvon.rndi rithöfundum þjóðarinnar, en af þvi, sem þegar er sagt, er ekki ósenni- legt, að svo geti orðið. Hver veit, nema að Unga Island geti orðið hreykið yfir því síðar meir að hafa orðið fyrst allra blaða á land- inu, til þess að birta sögur eftir rithöfundinn Ólaf Þ. Ingvarsson? En fyrsta sagan, er eftir Ólaf birtist, kom í Unga fslandi árið 1936 og' hét ,,Steindepilshreiðrið“. Þá var höfundur- inn 13 ára gamall. Ólafur Þ. Ingvarsson er fæddur 13. janúar 1923 að Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangár- vallasýslu. Tveggja ára gamall fluttist hann ásarnt móður sinni að Vetleifsholtsparti í Holturn og hefur dvalið þar siðan að mestu. Um leið og Unga ísland flytur nú mynd Ólafs til lesenda sinna ásamt eftirfarandi sögu hans, flytur það honum sjálfum álúðarfyllstu þakk- ir fyrir tryggð hans við blaðið og óskar hon- ur góðs gengis og mikilla afreka á þeirri leið, sem því er kunnugt um, að óskir hans beina honum til. Þeirr; leið, er kallar svo marga, en útvelur fáa. S. J. Sunnudagsmorgun . . . Sólin er fyrir nokkru komin upp fyrir efstu tindana á Strandarfjalli og það stafar á rjómalygnan sjóinn við ströndina, niður undan bænum Sand- hólum . . . Úti í dyrunum standa tveir iitlir drengir með þriggjapelaflöskur i hendinni . . . Þeir ætla upp í Strand- arfjall í berjaferð . . . Móðir þeirra stóð hjá þeim. — Jæja, drengir mínir, sagði hún. Það mun vera bezt fyrir ykltur að leggja af stað. — Já, já, önzuðu báðir drejigirnir í einu og kvöddu. — Farið þið nú gætilega að öllu, drengir . . . Varið þið ykkur á þok- unni, er getur læðzt að ykkur áður en varir . . . Þið skuluð heldur ekki fara langt upp eftir, sagði mamma þeirra. — Við skulum gæta okkar, sagði Bjössi, sem var eldri en Árni bróðir hans og hafði því forustuna. Bjössi var tólf en Árni ellefu ára. Þeir voru. ekki stórvaxnir fjall- göngukappar, er.lögðu á Strandarfjall TJNGA ÍSLAND 144

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.