Unga Ísland - 01.11.1941, Side 22

Unga Ísland - 01.11.1941, Side 22
— Á ég að segja þér nokkuð? sagði Bjössi. — Já. — Sérðu ekki sléttu brekkuna þarna^ dálítið niður í hallanum? — Jú. — Þar er mikið af berjum. — Einmitt það. — Eigum við að fylla ílöskurnar þar ? — Já, já . . . Þeir löbbuðu niður hallann, hægt og rólega. Þetta var alveg rétt hjá Bjössa, — þegar niður kom breiddust lyngin út, þar var krökkt af krækiberjum. Þau vorii stór og safamikil. — Þetta skulum við gefa mömmu og pabba og Siggu vinnukonu, sagði Árni. — Berin eru mjög góð, sagði Bjössi . . . Hann var hálfnaður að tína í flösk- una ... Þeir héldu áfram að tína. Himinninn þykknaði óðum og sólin var hætt að skína. Litlu drengirnir veittu þessu ekki eftirtekt, þangað til Árni sagði: — Mér er byrjað að kólna. Bjössi leit upp eftir fjallinu. Brúnin sást ekki fyrir þokunni. Hún færðist nær og nær . . . — Mamma, kallaði Árni. — Þokan tekur okkur. — Þey, þey, hvíslaði Bjössi. Honum datt í hug huldufólkið, sem átti að koma að fólki óvörum í þokunni. Og nú voru þeir tveir einir, — tveir litlir drengir í þokunni . . . Eftir svolitla stund 'sáu þeir ekki nema fáa faðma frá sér. — Nú komumst við ekki heim, sagði Árni. — Ojú, þegar þokunni léttír. — Hún getur staðið í marga daga. — Nei, ekki núna, anzaði Bjössi og reyndi að bera sig mannalega, þó að hugrekkið væri nú ekki upp á marga fiska. — Svona var að fara upp á brúnina og meira að segja hingað, norðanmeg- in í fjallshlíðina.- — Það var svo gaman að sjá. — Vissulega. — Við verðum að reyna að komast upp á brúnina. — Við rötum ekki. — Hallinn segir til. — Já, en hann er ekki svo mikill. Þeir leiddust af stað, eitthvað út i þokuna, óráðnir hvert halda skyldi . . . Þeir gengu dálitla stund upp á móti að þeir héldu. Allt í einu greip Árni í handlegginn á Bjössa og hvíslaði ótta- sleginn: — Sjáðu! / Rétt fyrir framan þá sást móta fyrir einhverri dökkri hrúgu, sem kom nær. Við nánari athugun sáu þeir að þetta var ríðandi mannvera á hesti. Þeim fannst hvorttveggja vera ógurlega stórt. Árni var hræddur og Bjössa fór ekki að verða um sel. *— Þetta er huldumaður, sagði Árni. — Nei. — Eða risi . . . — Ætli það sé? — Við skulum forða okkur . . . Maðurinn kom nær og kom auga á drengina. Honum brá í fyrstu og hest- urinn prjónaði. — Hvaða snáðar eru nú þetta? spurði hann. Drengjunum fannst hann einkar góðlegur og hvarf öll hræðsla. Mað- uriirn sagðist heita Sigtryggur og vera bóndi á næsta bæ norðan við fjallið. 146 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.