Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 24
og fáið ykkur hressíngu, skyldi ykkur veita af, sagði Sigtryggur. — Ég skýzt svo með þá út eftir, á bátnum, bætti hann við. — Megum við koma með? spurðu drengirnir. — Já, ætli þið fylgið ekki gestun- um, sagði bóndi. Drengirnir litu þýð- ingarmiklu augnaráði hvor til annars og svo gengu allir inn í bæinn. Er drengirnir höfðu þegið góðgerð- ir þarna í Nesi, fóru þeir út með son- um hjónanna. Þeir hétu Ari og Jónas og voru tíu og tólf ára. Þeir sýndu þeim búslóðina: horn, völur, kjálka, kindarleggi og skeljar. Þetta voru skepnurnar. Þar var- einnig fjöldinn allur af kofum og girðingum . . . Þeir léku sér þangað til Sigtryggur kom út ferðbúinn. \ . — Farið þið í stígvélin, drengir, sagði hann við syni sína. Þeir hlupu inn í bæjardyr í einum spretti ... Árni og Bjössi kvöddu heimafólk með mestu virktum og svo gengu allir nið- ur í vörina . . . Þar var lítill róðrarbát- ur. Sigtryggur setti hann fram og strákarnir hjálpuðu til'. Báturinn skreið . vel út á spegilsléttan sjóinn. Dreng- irnir hölluðu sér ú't á borðstokkinn og horfðu niður í vatnið. — Ég sé botn, pabbi, sagði Ari. — Og ég sé einhver tré á botnimjm.' — Og ég sé fisk . . . Sigtryggur hló og reri af kappi út með ströndinni. Eftir örstutta stund voru þeir komnir fyrir fjallsendann. Þeir sáu ströndina sunnan við fjallið. — Þarna er bærinn okkar, sagði Bjössi og benti heim að Sandhólum. Þeir voru bráðum komnir heim! Þeir sáu menn standa niður í f jöru og bíða eftir bátnum. 148 — Pabbi, kallaði Árni og stóð upp í bátnum. Hann var rétt dottinn á hausinn út fyrir borðstokkinn. Strák- arnir hlógu : — Ha-ha-ha! Sigtryggur lét bátinn líða hægt upp í sandinn og lagði inn árarnar . . . Björn, faðir þeirra Árna og Bjössa hjálpaði honum að draga hann upp í sandinn. Það var fagnaðarfundur. — Björn hafði verið orðinn hræddur um syni sína, en lítið þýddi að leita, vegna þokunnar . . . Þó hafði hann komizt upp í fjallið og leitað hingað og þang- að en ekkert séð, sem ekki var von, þar sem drengirnir voru þá að gæða sér á kaffi og kökum hjá Neshjónun- um. : —• Jæja, hafðu margfaldar þakkir, gamli vinur, sagði Björn og tók þétt í hönd Sigtryggs. Þeir höfðu verið vinir og skólabræður í æsku, en síðan þeir urðu aðskildari af fjallinu, eða þegar Sigtryggur flutti sig norður fyrir, höfðu þeir aldrei sézt . . . Þeir gengu allir heim. Móðir þeirra, Árna og Bjössa hafði séð til gestanna og hafði kaffið tilbú- ið á könnunni . . . Þeir Árni og Bjössi fylgdu þeim Sig- tryggi og sonum hans niður að sjón- um, er þeir fóru. — Við skulum einhvern tíma seinna hittast á fjallsbrúninni, kannske strax í sumar. sagði Bjössi. — Já, kannske, sagði Ari. — Þá verður gaman, sagði Árni. — Við fórum upp á fjallstindinn af því, að okkur langaði að sjá hvað væn hinum megin við fjöllin, sagði Bjössi. — Margan dreng langar að sja hvað er hinum megin við hin blau f jöll og stanza eigi fyrr en hann hefur náð settu marki. Æskan þráir tak- UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.