Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 25

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 25
Smávegis Það getur tæplega hjá því farið, ef þið hlustið oft á útlendu fréttirnar í útvarpinu, að þið hafið heyrt þar minnzt á Thailendinga og land þeirra, er heitir Thailand. Segjum nú, að þið færuð að leita að þessu landi á landa- bréfinu ykkar, þá er hreint ekki víst, að þið komið auga á það þar. Landið hét nefnilega til skamms tíma Síam og sé landabréfið ekki nýútgefið, þá ber landið áreiðanlega það nafn þar. Siam bggur í Austur-Indlandi og er sjálf- stætt konungsríki. Landið að austan- Verðu við það heitir Indó Kína og til- heyrir Frökkum, en landið að vestan thheyrir Englendingum. Þeir eiga líka suðurhluta Malakkaskagans og þar syðst á skaganum er borgin Singapore, sem þið hljótið oft að hafa heyrt ^urk, til þess að keppa að, og fjöllin ei'u heillandi ævintýri fyrir unga drengi. sagði Sigtryggur og kvaddi drengina . . . Báturinn lagði frá landi í logni kvöldsins. Á ströndinni stóðu tveir litlir dreng- r horfðu út á sjóinn. í augum beirra speglaðist þrá. I dag höfum við séð hvað er huim megin við hin bláu fjöll . . . vað skyldi vera hinum megin við hafis? ' Eu þrátt fyrir það, er alltaf bezt a vera heima.------ UN(JA ísland nefnda. Þið ættuð að athuga landa- bréf ykkar sem oftast, af því getið þið bæði haft gagn og gaman. Kaspíahafið minnkar? Kaspíahafið er stærsta innhaf ver- aldarinnar. Þrátt fyrir að stórfljótin Volga og Úral og fleiri renna í Kaspía- hafið, rennur ekkert fljót úr því og samt sem áður hækkar yfirborð þess ekki neitt. Sjálfsagt er það þó ekki svo m.jög furðulegt, því vatnið gufar upp eins og kunnugt er. En nú segja þeir, sem fróðir eru, að yfirborð Kaspíahafsins sé tekið að lækka. Fyr- ir 10 árum var yfirborð þess 26 metr- um lægra en yfirborð sævárins og sagt er, að síðan hafi það lækkað um 1,5 m. * Það er sagt, að um það bil 100.000 menn deyi að meðaltali á hverjum sólarhring í heiminum. Og er þá átt við á friðartímum. En á styrjaldar- tímum, eins og nú, er talan auðvitað- mörgum sinnum hærri. í flestum löndum heims fjölgar fólkinu ört, svo að óhætt er að gera ráð fyrir því, að miklum mun fleiri börn en 100000 fæðist í heiminum á hverjum sólarhring. * Kona nokkur kom til læknis og leit- aði ráða fyrir mann sinn, er var að- framkominn af veikindum. Læknirinn lét hana fá lyf í glasi með áletruðum miða. Á miðanum stóð: „Hiústist áður en brúkað er“. Daginn eftir kom læknirinn í sjúkravitjun og spurði konuna, hvernig bónda hennar hefði orðið af meðalinu. — Jú, þakk, sagði konan, meðalið er sjálfsagt ágætt, en ég er hrædd um, að hann þoli ekki hristinginn. 149

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.