Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 26

Unga Ísland - 01.11.1941, Blaðsíða 26
Hún: Læknirinn segir, að ég verði að sigla og dvelja einhvers staðar á baðstað, svo að ég láttist. Og svo vilt þú ekki lofa mér að fara. Elskarðu mig þá ekki lengur? Hann: Jú, ég elska þig svo mikið, að ég tími ekki að missa af þér eitt einasta pund. * Læknirinn: Djúpur andardráttur drepur bakteríurnar. Sjúklingurinn: En hvernig get ég fengið þær til að anda djúpt? Frú Anna: Þjónustu htúlkan mín reynist mjög vel. Hún var líka í vist hjá afar fínu fólki áður en ég f/ékk hana. Frú Dóra: Já einmitt, svo hef ur hún viljað breyta til? Óli litli: Eru ekki rauðar kinnar merki um góða heilsu? Mamma: Jú, væni minn. Óli: Ég sá stúlku áðan, sem var miklu heilsubetri á annarri kinninni en hinni. * — Mig dreymdi í nótt, að þú lánað- ir mér 10 krónur. — Jæja, en ertu þá farinn að borga mér þær? # Vinkonan: Þessi litli hnokki lítur nú út alveg eins og stúlkubarn. Hann er svo fíngerður. Móðirin: Þetta er lí.ka stúlka. Vinkonan: Nei, það er ómöguiegt. Móðurmálið Hvað getum við börnin gei't, til þe'S'j að vernda og fegra móðurmálið? Við getum gert það, með því að venja okkur af mörgum útlenzkum crðum. þegar við erum að tala js- Jenzku. Auk þess notum við mörg Ijót orð, sem ekki eru til í neinu tungu- máli, og ættu þau sem fyrst að leggj- ast niður. Börnin eiga.að standa sam- an sem einn maður, með það að vernda og fegra móðurmálið okkar fagra. Ef núlifandi ungdómur gerir það, þá mun sú stund koma, að við sjáum ekki eftir því að hafa gert það. Ég ætla að nefna hérna fáein orð, sem svo auðvelt er að nota alls ekki. Má þar nefna t. d. orðið klósett í stað þess á að segja salerni. I stað orðsins voða- Jega er í flestum tilfellum hægt að nota orðið mjög. Þá eru það orðin púkó og spennó, sem taka út yfir allt. I stað orðsins púkó mun vera hægt að nota orðið Ijótt í öllum kynjum. Svo sem: hún er púkó = hún er ljót, hann er púkó = hann er Ijótur, það er púkó = það er ljótt. Og í stað orðs- ins spennó er hægt að nota. lýsingar- orðið skemmtilegt í öllum kynjum. Ég mun ekki ræða meira um þetta mál, að þessu sinni, en vona að það, sem ég hef skrifað um, beri árangur. Anna Sigurðardóttir, Eskifirði. 14 ára. 150 UNGA ÍSLANÖ

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.