Unga Ísland - 01.11.1941, Side 27

Unga Ísland - 01.11.1941, Side 27
BÆKUR H.f. Leiftur í Reykjavík hefir á bessu hausti gefið út sögurnar af Nas-* redin skólakennara. Fyrir allmörgum arum komu (sögur þessar út hér á landi í þýðingu Þorsteins Gíslasonar, en hafa nú ekki verið fáanlegar um langt skeið. Þessi nýja útgáfa tekur hinni fyi-ri Ham að því leyti, að bókina prýða margar myndir, teiknaðar af frú Bar- 'Jöru M. W. Árnason og eru þær mikill k°stur á bókinni, annars er þýðingin sama og áður. Mér, sem þetta rita,' er það mjög minnisstætt, hversu óblandna ánægju eS hafði á unga aldri af sögum Nas- ledins og ég er þess fullviss, að svo mi|ni um fleiri. Þess vegna þykist ég mta, að þessari nýju útgáfu sagnanna 1 ei'ði tekið með fögnuði. Þær eiga það llka skilið. • S. J. IJN g Nýútkomin er drengjasaga frá Kor- síku, er heitir: „Þegar drengur vill“. ísafoldarprentsmiðja gefur bókina út, en Aðalsteinn Sigmundsson kennari hefur þýtt hana á íslenzku og er það góð trygging fyrir því, að þýðingin sé vel af hendi leyst. Saga þessi er eftir danskan höfund og segir frá dönskum dreng, sem flytzt með föður sínum til Korsíku og lendir þar í furðulegustu ævintýrum. Þessi nýútkomna bók, er aðeins fyrri hluti af sögu þessa drengs, en ráð er fyrir gert, að seinni hlutinn komi innan skamms og heitir sá hluti sögunnar: ,,í útlegð“. ,,Þegar drengur vill“ er skemmtileg saga og það sem kallað er ,,mjög spennandi“, þó má ef til vill segja, að hún sé nokkuð reyfarakennd með köflum. Það mun óhætt að fullyrða, að þessi saga verð- ur mjög vinsæl af hinum yngri les- öndum á íslandi, en þeim mun þýð- ingin einkum ætluð. Hitt er þó einnig víst, að þeim sem eldri eru verður hún einnig skemmtilestur. S. J. A ÍSLAND 151

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.