Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 14
skelfilega siánaieg og ófríð. En hvað um það. Fúllyndið hennar á víst betur við hjá þessum gömlu sérvitringum en næmlyndið hennar Elínar, sem ekki má anda á. Inga gleymdi alveg að gera vart við sig, enda heyrðist henni engum koma þetta samtal meira við en sér. Aftur heyrði hún rödd móður sinnar: „Inga er alls ekki fúllynd, langt því frá. Þar hefur þú algerlega rangt fyrir þér. Eigum við ekki heldur að vera hreinskilin og viðurkenna, að við þor- um ekki að biðja Elínu um þessa fórn. Við treystum henni ekki til þess að vera hjá systkinum þínum með þeim árangri, sem með þarf eins og sakir standa. Og pápi sagði: — Það var annars skrítið, að þetta bréf skyldi koma núna. Allir vita, að systir mín og bróðir minn hafa ekki getað litið mig réttu auga í mörg ár. Svo allt í einu, þegar mest ríður á, virðast þau vera orðin mér velviljuð, og þá er engin hætta á, að auðurinn þeirra verði ekki nægilegur til að bæta lánstraustið mitt eins og með þarf til að komast út úr ógöngunum. En það var auðfundið á bankastjóranum síð- ast, þegar ég talaði við hann, að hann var farið að gruna eitthvað um vand- ræðin, sem ég er kominn í sem stendur. — En eigum við þá ekki að spara? Við getum til dæmis hætt við að fara til Lönstrup, sagði móðirin. — Nei, ónei! Það myndi allra sízt koma að haldi. Engan má gruna, hvexrn- ig ástandið er. Við verðum að þagga niður grunsemdirnar, og ef það tekst er ég vongóður um að koma megi verzl- uninni yfir erfiðleikana. — — — Nú sendum við Ingu til gamla fólksins á Eikarbjargi og látum sem við höfum misskiiið boð þeirra. Við minnumst ekkert á það við þau, hvort Inga megi koma í staðinn- fyrir Elínu, því að þá verður ekki neitt úr neinu. Þú verður að láta henni skiljast, áður en hún fer, að það sé mjög áríðandi, að frænku hennar og frænda falli hún vel i geð og að þau sættist við okkur. En leiðin til þess, að hún geri það, sem hún get- ur, er sú, að hún viti, að fjandskapur þeirra sé aðallega við þig. Inga heyrði ekki meira. Foreldrar hennar gengu burtu. Hún lá kyrr stund arkorn og vissi tæplega fyrst, hvaðan á sig stóð veðrið. — Jæja, svona var þá í pottinn búið. Pápi, búinn að vera, ef hann fékk ekki lán í bankanum, og búinn að vera var sama sem að verða gjaldþrota. Inga lét sig renna niður í grasið og settist þar flötum beinum. Hún vissi ofboð vel, hvað það var að verða gjaldþrota. Einu sinni átti hún vinkonu,, sem hafði verið ein ■ af rík- mannlegustu telpunum í skólanum. Allt í einu var hún látin hætta nám- inu þar og fór r verzlunarskólann. Bræður hennar, sem stunduðu líka nám, fóru að vinna fyrir sér, og faðir þeirra, sem hafði verið mcðrl tignustu manna bæjarins, tók að ganga frá einni búðinni til annarrar með skjala- tösku undir hendinni. Ef til vill yrði hún bráðum látin skilja við vinkonurnar, sem hún átti nú, og fara í annan skóla. En það gerði nú raunar minnst til um hana. En hvernig skyldi Elínu fögru líka, ef hún þyrfti að fara að vinna fyrir sér? Hún, sem ekkert þekkti, nema eftirlætið, og ekki hugsaði um annað enfríðleiksinn! Inga fann undarlega sámauka til- kenningu, sem læstist um hana alla. Þetta var víst fyrirboði verksins. eða 4 UNGA ÍSLAND '

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.