Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 16
var vel við hana, og hitt, hvers vegna faðir hennar vildi endilega lifa eins og ríkur maður og harðneitaði að spara, fyrst hann vantaði peninga og verzl- unin hans gekk illa. En smám saman hætti- hún að hugsa um þetta. Margt nýtt bar fyrir augu, og áður en hún kom í ferjuna yfir Stóra-Belti voru öll heilabrot um ó- viðfeldin efni horfin út í veður og vind. Hún hugsaði sem svo, að frændfólkið á Eikarbjargi yrði nú að láta sér lynda, að hún kæmi í staðinn fyrir Elínu, hvort sem þeim þætti betur eða ver, og að það væri bezt fyrir hana aðreynaað hafa eitthvað gaman af sveitarverunni, þó að það virtist nú ekki auðvelt eins og sakir stóðu. Svo var nú gaman að skoða sig um á ferjunni og gaman að koma í lestina aftur og aka af stað. Nú lá leiðin yfir Fjón og þar var ennþá fallegra en á Sjálandi. Þarna var Eikarbjarg ein- hversstaðar eins og hreiður inn á milli skóga og grösugra hæða. Síðari hluta dagsins nam lestin loks staðar yið litla sveitarstöð. Þá var Inga komin þangað, sem hún ætlaði. Síðustu klukkustundina hafði hún verið þreytt og sifjuð. Þegar lestin staðnæmdist, fór öll þreyta af henni. Hún hljóp á fætur og ætlaði ekki að láta frændfólkið bíða óþarflega lengi eftir sér á stöðvarpall- inum. Hún litaðist um, en þarna var eng- inn maður, nema feitur karl, sem stóð þar og beið eftir lestinni — sjálfur stöðvarstjórinn. Hvað átti hún að gera, ef enginn kæmi til að sækja hana? Og hvar var farangurinn hennar? Inga fór út úr lestinni með töskuna sína í hendinni. Feiti karlinn hvarf inn í stöðvarhús- ið, lestin fór sína leið og Inga stóð ein eftir. Hún svipaðist um í ráðaleysi og kom auga á kerru, sem stóð á stöðvarstétt- inni nokkurn spöl neðar. Á kerrunni voru nokkrir mjólkurbrúsar, stór, lok- uð karfa og þangað var brúna leður- koffortið hennar komið líka. Hún greip töskuna sína, lét hana frá sér hjá koffortinu og . beið átekta. Bráðum hlaut einhver að koma til að hirða dótið. Loks kom maður með einkennishúfu labbandi hægt og rólega eftir stéttinni, og í sama bili hrópaði einhver úti á. veginum utan við stöðvargarðinn: — Sören, Sören póstur! Gáðu, hvort það er ekki stúlkukind handa mér á stöðinni. Eg get ekki farið frá klárunum. Inga hljóp niður að hliðinu og leit út fyrir garðinn. Það stóð heima. Utan við hliðið stóð hár veiðivagn með tveimur stórum, brúnum og gljáandi hestum spenntum fyrir. — Eg heiti Inga Bæk, sagði hún við ekilinn, lágan og hnöttóttan náunga með rauðar kinnar, lítil kvik og blá augu og hvíta húfu ofan yfir hörgulu hári. — Er — — eruð þér frá Eikar- bjargi? — Stendur heima, svaraði hann og hló kumpánalega. — Klárarnir eru svo óþægir í dag, að ég má ekki af þeim líta. Skrepptu inn í stöðvarhúsið og segðu honum Mads að koma dótinu hingað.------Hann situr inni og þamb- ar bjór eins og hann er vanur, og von- andi deyr hann ekki úr þorsta, þó að hann líti út fyrir dyrnar. Inga fékk strax góðan þokka á þess- um stutta, digra og vingjarnlega öku- manni. Hún gerði eins og hann bað. Og rétt var það, að Mads sat í ró og 6 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.