Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 20
Sóii um skólasijórasiöðu í þorpi einu stóð svo á, að skólastjór- inn var dáinn. Staðan var þá laus til umsóknar, og datt gömlum, þrautreynd- um uppgjafadáta í hug að sækja um þessa litlu stöðu. Hann dreif sig því í skyndi til næsta kaupstaðar, í því skyni, að hafa tal af embættismönnum,. sem veittu stöðuna. En samkvæmt siði og venju, var hann prófaður í ýmsum grein- um, til að vita, hvort hann teldist hæf- ur til starfsins. Var hann fyrst yfirheyrð- ur í biblíusögunum. — Fyrstu spurning- unni svaraði hann nokkurnveginn rétt, og einnig þessari: — Hvað hétu hinir þrír synir Nóa? — En þegar hann var spurður: — Hvað hét faðir þeirra Sems, Kams og Jafets? — þá náði þekkingin ekki lengra. Það varð löng þögn, hann strauk sér um ennið, ræskti sig, hugsaði og hugsaði, ^n hvernig, sem hann hugsaði, komst hann ekki að neinni niðurstöðu. Og af því, að embættismennirnir voru ekki alveg snauðir af hjartagæzku, sögðu þeir gamla dátanum, að hann skyldi athuga málið, koma aftur eftir tvo daga, og reyna þá að svara þessari geysierfiðu spurningu. Hann var mjög hryggur, þegar hann kom heim til sín, og sagði konunni sinni frá úrslitunum. — Mér gekk svo vel með fyrstu spurningarnar, sagði hann. — Eg vissi bæði um Adam og Evu og Nóa, og ég vissi líka, hve marga syni Nói átti, og að þeir hétu Sem, Kam og Jafet. En svo spurðu þeir mig, hvað faðir Sems, Kams og Jafets hefði heitið, og því gat ég ekki svarað. Eg held nefni- lega, að ég hafi aldrei heyrt neit't um það. — Veiztu það nú ekki? sagði konan, og lét sér hvergi bregða. — Það skal ég þá segja þér. Hlustaðu nú bara á: Nábúi okkar heitir Möller Mikkelsen, og hann á þrjá syni: Hans, Ólaf og Pétur. Hver er þá faðir þeirra, strákanna? :— Nú, það er auðvitað nábúi okkar, hann Möller Mikkelsen. — Já, þarna sérðu. Annað er það alls ekki. Það er alveg eins með Sem, Kam og Jafet. — Skilurðu nú, faðir minn? — Já, auðvitað. Það var svei mér gott að ég fékk að vita þetta. Nú skulu herrarnir þarna útfrá sjá og heyra, að ég kann að svara fyrir mig, sagði hann spekingslegur mjög á svip. Hinn ákveðni dagur kom. Karlinn fór til embættismannanna, og spurningarn- ar voru bornar fram í sömu röð og síðast. og þeim svarað rétt svona viðunanlega. Þar til kom að þessari afarslæmu spurn- ingu: — Hvað hét faðir þeirra, Sems, Kams og Jafets? Henni svaraði hinn vongóði umsækjandi hárri röddu: — Möller Mikkelsen! En hvort hinn ráðvandi, gamli upp- gjafahermaður fékk skólastjórastöðuna, veit ég ekki. (Þýtt). Ungliði. 10 UNOA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.