Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 28

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 28
oliuiýteiói Heima: Hjálpaðu foreldrum þínum og gerðu allt, sem í þínu valdi stendur til að gleðja þau. Vertu góður og hjálpsam- um við systkini þín. Forðastu að vera eigingjarn. Farðu snemma að hátta og kastaðu ekki fötunum þínum út um hvippinn og hvappinn. Leggðu þau snyrtilega frá þér. Hafðu allt, sem þér viðkemur, í röð og reglu. í skólanum: Sýndu kennurum þínum virðingu og tiaust, en forðastu að leita eftir hylli þeirra með smjaðri eða á kostnað bekkjarfélaga þinna. Reyndu að fylgja þeim reglum, sem þér eru settar. Séu þær þér ógeðfelldar, skaltu vekja máls á því með hógværð og rökstyðja mál þitt. Mundu, að þú þarft ekkert að óttast, farir þú með rétt mál. Við- urkenndu síðan með hreinskilni, ef þú kemst að raun um, að þér hefur skjátlazt. Tálgaðu ekki borðið með vasahnífnum þínum. Krassaðu ekki út skólabækurnar þínar. í leik: Taktu tillit til óska leikfélaga þinna o'g lofaðu þeim að ráða með þér. Vertu ekki æstur og hávaðasamur. Sé ein- hver minnimáttar, þá taktu tillit til hans ekki síður en hinna. Á götuimi: Víktu til vinstri handar. Gerðu ekki gys. að gömlu og einkennilegu fólki. E.astaðu ekki bréfum eða öðru rusli lu á götuna. Kastaðu snjó í þá, sem eru í snjókasti við þig, en ekki í þá, $em um götuna ganga. Það er ekki kurteis- legt. Við matborðið: Settu ekki hnífinn upp í þig, ettu með gafflinum. Sjáðu um að rétta borðfélögum þínum matinn, sem fjarst þeim er. Hugsaðu ekki eingöngu um sjálfan þig. Talaðu ekki með fullan munninn. Tyggðu ekki með opnum munni og ekki með framtönnunum, þó að þú sjáir éinhvern gera það, sem heldur að það sé fínt. Ein syndin býður annarri heim Það er auðvitað ekki nema flest gott um það að segja, að víða um land eru starfandi bindindisfélög meðal barna, er stefna gegn vín- og tóbaksnautn. Gott vegna þess, að fræðsla um skað- semi þessara eiturlyfja er hverjum einum holl strax á unga aldri. Hitt er þó mjög undir hælinn lagt, hvort árangur þeirrar starfsemi er í sama hlutfalli mikill og áhugi þeirra er góð- ur og mikill, sem að félagsskapnum standa. Þetta, sem nú er sagt, má ekki misskilja. Það má t. d. ekki segja, að ég vilji láta leggja barnastúkurnar nið- ur, þó að mér virðist að þeir, sem hafa verið félagar þar, standi litlu betur að vígi gegn áfengis- og tóbaksnautn- inni, þegar til unglingsáranna kemur, en hinir, sem aldrei voru þar skrá- settir. Þetta er mjög eðlileg afleiðing þess, að sem betur fer er einstakling- unum lítil þætta búin af vínnautn UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.