Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 31

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 31
BORNIN SKRIFA U.R.K.Í. „Leifur heppni“ í Austur- bæjarskólanum í Reykjavík gefur út skrifað blað, sem heitir „Sóley“. Þetta blað er nú bráðum þriggja ára gamalt og eru greinarnar, sem hér fara á eftir teknar úr því á víð og dreif. Blaðið er lesið upp á fundum deidarinnar, sem haldnir eru á hálfsmánaðarfresti, og hefur svo verið þann tíma, sem félagið hefur starfað. Kennir í því ým- issa grasa, eins og vera ber með blöð af þessu tagi. Píla Það var einu sinni á sveitabæ ein- um, að dóttir hjónanna var send á næsta bæ með tvö áríðandi sendibréf. Þetta var um vetur. Það var hvítt yfir allt af snjó. Stór á var á milli bæja- anna. Áin var ísi lögð og gat hún farið gangandi yfir hana. Þegar hún kemur heim undir túngarðinn á bænum, sem hún ætlaði á, kemur tík á móti henni, sem hét Píla. Píla var ósköp vinaleg og flaðraði upp um hana, en stúlkan klappaði henni. Svo hættu þær þess- um vinalátum og Píla fór sína leið, en stúlkan fór að gá að bréfunum, sem hún hefur sjálfsagt haft í barmi sín- um eða í húfunni, nema svo mikið er víst, að bréfin voru bæði týnd og brá henni heldur en ekki í brún, því að hún bjóst við að sjá þau ekki framar. Nú varð hún að snúa við, því að henni þótti skömm að láta sjá sig eftir þessi málalok, en slæmt þótti henni að geta ekki komið heim á bæinn til þess að fá sér kaffi og kökur og hitta leik- systkinin, sem hún átti þar, þó var verst að hafa .glatað bréfunum. Hún sneri nú við og vonar að geta — ef til vill — fundið bréfin aftur. En sjáum til! Þarna kemur Píla á móti henni, og hún er meira að segja með eitthvað hvítt í skoltinum. Og veiztu hvað! Það var annað bréfið. Stúlkan varð svo glöð, að hana langaði að faðma Pílu. En nú vantaði hitt bréfið. Hún hélt því áfram spölkorn til baka og fann það líka, svo að hún gat farið glöð heim á bæinn, sem hún var á leiðinni til. Guðm. H. Jóhannsson. Undarlegí maðutrínn Það var laugardagskvöld í desember. Eg var að sendast í búðinni hjá frænda mínum, því að hann hafði engan sendi- svein, en ég var búinn að fá jólaleyfi. Einn daginn, þegar dimmt var orðið, var ég sendur suður á Seltjarnarnes. Loks kom ég að húsinu, sem ég átti að fara í og banka að dyrum. Það kemur maður út, ósköp un^arlegur, sem fer að babla eitthvað, sem ég skildi ekki. Eg spyr eftir manninum, sem vörurnar voru merktar til, hvort hann sé heima. — Eg er sjálfur heima, segir undarlegi maðurinn. Þá spyr ég, hvort hann geti borgað þetta, en hann segist mega eiga það, því að hann sé svo fátækur. En þegar ég heyrði þetta, fór ég aftur með vör- urnar. Karlinn elti mig alla leið nið- UNGA fSLAND 21

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.