Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 33

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 33
SIGR/D UNSET \iunni Ekki man ég hvað ég varð gömul á afmælinu mínu, þegar ég eignaðist Gerðu, brúðuna mína, en það var áð- ur en ég fór að ganga í skóla — og eft- ir að mamma var farin að sýna mér stafina og hvernig ætti að halda á nál. Eg hef líklega verið því sem næst sjö ára. En ég man eftir þessum morgni. Sennilega hef ég verið látin vera inni í nokkra daga af einhverjum ástæðum, því að mér fannst björkin hafa orðið allaufguð á einni nóttu. Þegar þetta var, áttum við heima við götu eina, þar sem hús og trjágarðar voru aðeins öðrum megin. Hinum meg- in við götuna var óbyggt svæði, ákaf- lega merkilegt. Efst á svæðinu voru stóru krakkarnir, sem áttu heima við götuna vön að kveikja bál. Þar voru klappir og steinahrúgur, og þar lékum við okkur. Þar var lækur með þefillu, og óhreinu vatni. Þar gátum við orðið vot í fæturna. Neðst á svæðinu, niður undir garði höfuðsmannsins, var netlu- kjarr. Inni í netlukjarrinu óx lítið eitt af smáum og illa þroskuðum hindberj- um. Eftir að komið var mitt sumar fór- um við að skríða um kjarrið til að svipast um eftir þessum berjum og- fengum þá oft blöðrur á handleggina og fæturna. Stundum stóðum við og horfðum inn í garð höfuðsmannsins. Þau áttu engin börn þar, og ekkert okkar hafði nokkru sinni komið þang- að inn. Þar voru bæði eplatré og peiu- tré, kirsuberjarunnar og rabbarbari, gulrætur og ógrynni af radisum. Það var nú stór garður! Og það voru aú meiri kynstrin af'ávöxtum í honum! Við sögðum hvert öðru hinar furðuh*g- ustu sögur um þennan garð. Ekki var það óalgengt, að hestar væru tjóðraðir úti á svæðinu. Stundum korau þangað meira að segja kýr. Þá stóðum við í hæfilegri fjarlægð frá þessum merkilegu skepnum og sungum: — Kusa mín, kusa mín, veiðimaðurinn vill þig fá! O-nei, nei, — ó-nei, nei, mamma gætir mín nú þá! Stóru krakkarnir sögðu meira að segja þá sögu, að eitt haustið hefði ver- ið þarna stærðar kindahópur í marga daga. Þessu trúðum við nú ekki meira en svo, að minnsta kosti gerðum við ekki ráð fyrir, að annað eins gæti skeð aftur. Mörg okkar höfðu aldrei séð lif- andi sauðkind. Við vorum öll borgar- börn og við, sem vorum minnst höfðum aldrei komið upp í sveit. En við héng- um í girðingunni og töluðum við kýrn- ar í gælurómi, önduðum að okkur þess- um undarlega þef,sem lagði af stórgrip- unum og hugsuðum um þann kynlega heim, sem tók við þegar kirkjuvegin- um sleppti, langar leiðir burtu. Þang'- að máttum við ekki fara ein. Þar voru hlöður og fjós og hesthús, mikið af UNGA ÍSLAND 23

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.