Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 34

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 34
hestum og kúm og kindum. Já, þar gátu jafnvel verið geithafrar. Það var bjartan og fagran maímorg- un eins og áður er sagt. Eg hafði eign- azt brúðuvagn og brúðuna Gerðu. Eg var í hvítum kjól, sem mér hafði ekki enn unnizt tóm* til að óhreinka og ók brúðuvagninum niður götuna_ Gatan var hvorki verri né betri, en göturnar í Osló eru vanar að vera, meðan ekki er búið að byggja nema öðrum megin við þær. Brúðuvagninn skoppaði á steinunum smáum og stórum og skildi eftir dálítið far í rykinu. Ljósblár vor- himininn með gylltum smáskýjum speglaðist í pollunum. Greinar birki- trjánna hölluðust út yfir garðveggina. Laufið á þeim var nýsprungið út, ungt viðkvæmt og vaxgult á litinn. Garð- ur höfúðsmannsins iokaði fyrir endann á götunni með þéttri röð af grænum trjám, gróskumiklum eins og í skógi. Og sólin glitraði ekki aðeins í forarpoll- um götunnar, heldur einnig í krónum blómanna. meðfram girðingunni, og hin ungu sefgljáandi laufblöð glömpuðu þúsundum saman. Svo mætti ég tveimur litlum vinkon- um, og þær sögðu mér, að það væri hestur úti á svæðinu og að hann hefði eignast folald.um nóttina. Eg hafði ætl- að að sýna þeim brúðuvagninn og brúðuna, en við gleymdum því allar þrjár. Við hlupum eins og fætur tog- uðu út á svæðið og sáum, að allt stóð heima, sem við höfðum heyrt. Allir krakkarnir úr götunni stóðu þar og lágu fram á girðinguna og töluðu um undrið. Við horfðum á folaldið, furðuð- um okkur á háu og grönnu fótunum á því, sem það gat beitt fyrir sig til gangs nú þegar og hrokkna taglstúfn- um. Okkur fannst skrítið, að það skyldi vera ljóst á litinn, því að móðirin var dökk. Og þegar það stakk hausnum inn undir hana og saug urðum við svo hrif- in, að okkur lá við gráti. Við fundum, að hér stóðum við andspænis hinni miklu, ókunnu náttúru. En þegar fóstran mín kom til að sækja okkur og fara með okkur heim, því að við áttum að fá súkkulaði, var brúðuvagninn tómur. Gerða var horfin. Það var leitað alls staðar, öll börnin voru spurð spjörunum úr og 'fyrirspurn- ir voru sendar í hvert hús. Milla og Maja, sem voru stórar og röggsamar stúlkur, vildu sækja lögregluna en var bannað bað. Þá gerðu þær sig sjálfar að lögreglu ásamt fóstrunni minni, og tóku Nínu, sem hafði ekki sérlega gott orð á sér, í nákvæma og nærgöngula yfirheyrslu. .Yfirheyrslan endaði þann- ig, að Nína fór að grenja hástöfum og móðir hennar kom niður á götuna og hótaði að fara bæði til foreldra Millu, Maju og minna og klaga okkur. — Og þetta varð allt til einskis. Gerða var horfin og enginn vissi, hvað af henni var orðið. Jæja, ég grét lítið eitt en tók mér þetta samt ekki mjög nærri. Eg hafði ekki átt hana nema nokkrar klukku- stundir, svo að mér hafði ekki unnist tóm til þess ennþá að veita henni rúm í hjarta mínu. Þar að auki hafði hún ekki haft reglulegt hár, heldur málað- an postulínskoll. Eg hafði líka brúðu- vagninn ennþá, og nú b.jó ég um mína kærustu brúðu í honum. Hún varð allt- af að vera í rúminu, því að hana vant- aði skinnið á höfuðið, handleggina og fæturna, og hinar telpurnar hlógu að henni. Líklega hefði ég gleymt Gerðu til fulls fyrir mörgum árum, ef það hefði ekki komið fyrir, sem ég skal nú segja frá. Nokkrum mánuðum eftir að þetta 24 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.