Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 39

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 39
SYNDAFLOÐIÐ Þá sendi hann út frá sér dúfu til að vita hvort' vatnið væri þorrið. En dúfan fann engan hvíldar- stað fæti sínum. Hvarf til Nóa aftur og hann tók hana inn í örkina. En á sjöunda degi þar frá sendi hann út aðra dúfu, og hún kom aftur að kveldi sama dags og var með grænt olíuviðarblað í nefinu. Þá sá Nói, að vatnið var fjarað af jörðunni. _____________ En Nói beið þó enn í sjö daga og aftur sendi hann dúfu út af örkinni, en hún kom ekki til baka. Þá kom rödd Drottins til Nóa og bað hann að stíga út úr örkinni með konu sína og sonu sína og konur sona sinna, og með öll dýr, alla fuglana og íénaðinn, sem í örkinni voru, svo að dýrin mættu verða frjósöm og uppfylla jörðina. Og Nói gerði allt sem Drottinn bauð. 20 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.