Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 40

Unga Ísland - 01.01.1944, Blaðsíða 40
Þegar Nói ásamt fjölskyldu sinni og öllum dýrunum, hafði yfirgefið örkina reisti hann altari og fórnaði Drottni brennifórn í þakkarskyni fyrir frelsunina. Tók hann af öllum hreinum dýrum og hreinum fuglum til fórnarinnar, því að af þeim voru sjö og sjö af hvoru kyni. En Drottinn kenndi þægilegan ilm og hét því með sjálfum sér, að aldrei framar skyld hann formæla jörðinni vegna mannsins, né deyða allt sem þar lifði. hí$0, Þá blessaði Drottinn Nóa og sonu hans og bað þá að vera frjósama, margfaldast og uppfylla jörð- ina og gaf þeim vald til að ráða yfir öllum dýrum jarðarinnar. Og Drottinn gerði þann sáttmála við þá, að aldrei framar, hvorki í þeirra tíð né niðja þeirra, skyldi hann láta vatnsflóð granda líf- inu á jörðunni. Og hann setti regnbogann á himininn og sagði: Þetta er merki sáttmálans, sem ég hef gert viðyður. 30' UNGA ÍSLAND SYNDAFLÓÐIÐ

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.