Unga Ísland - 01.03.1944, Side 11

Unga Ísland - 01.03.1944, Side 11
UNQA ISLAND XXXIX. ÁRG. 3 —4. HEFTI. ísland frjálst í. Þegar landnámsmennirnir komu hingað til Islands á síðari hluta 9. aldar og fyrri hluta 10. aldar. þá komu þeir að óbyggðu landi.Þeir gátu slegið eign sinni á land- svæðin að vild án þess að neitt væri frá neinum tekið og hafið nýtt líf í nýju landi. Margir þeirra voru landflótta menn frá Noregi eða norrænir menn frá Bretlands- eyjum, sem þar höfðu leitað sér bólfestu, en ekki náð að festa rætur. Þeir, sem voru, landflótta, höfðu yfirgefið land sitt af því, að þeir vildu ekki lúta stjórn þess kon- ungs, sem brotizt hafði til valda í heima- landinu, enda krafðist hann þess að fá meira vald yfir þeim en þeir gátu fellt sig við og heimtaði af þeim skatt. Sumir þeirra liófu baráttu gegn þessum konungi, en urðu að láta undan síga. Hann var ofjarl þeirra og annað hvort urðu þeir að fara úr landi, eða hann hlaut að hafa ráð þeirra í hendi sér. Þetta var aðalástæðan fyrir því, hversu ört ísland byggðist. Og það voru hraustir menn og hugprúðir, sem héldu skipum sín- um hingað, lengst norður og vestur í haf. Landrýmið og frelsið lokkaði þá. en hug- myndir manna um þjóðfélag, jafnvel <ætt- jörð og þjóðerni voru aðrar og óákveðn- Jón Sigurðsson, forseti. Sómi íslands, sverð þess og skjöldur. v________________._____________________y ari þá en nú. Eigi að síður töldu þeir sig flestir til sömu þjóðar, tunga, trú og siðir tengdu þá saman. Þeir voru norrænir menn eins fyrir það. þó að þeir flyttust til ís- lands og það var ekki fyrr en löngu síðar, að íbúar landsins tóku að telja sig sérstaka UNGA ÍSLAND 23

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.