Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 13
og einn siÖ. Það mun verða satt er vér slít- um- í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn. Síðan gaf hann þann úrskurð, að allir • menn skyldu kristni taka, en hvorir tveggja fengu þó nokkuð af því, sem þeir vildu. Stjórnarskipuninni var haldið óbreyttri og gpðarnir höfðu sömu aðstöðu gagnvart stjórn landsins og áður var. Þannig sigr- aðist samheldnin á sundrungaröflunum og hinu unga íslenzka þjóðfélagi var borgið. Þetta da;mi er tekið hér sem sýnishorn. í þroskuðum þjóðfélógum eru vandamálin leyst á þennan hátt. Árið 1000 sýndu ís- lendingar, að þcir voru menn til að hlíta því ráði, sem skynsamlegast var. Hinn nýi siður hlaut að koma, þó að það væri meiri hluta þjóðarinnar ógeðfellt. í fyrstu, og þá var betra að opna honum leiðina en að láta hann ryðja sér braut og ef til vill slíta þá þætti, sem héldu þjóðfélaginu sam- an og stofna því í hætt'u. 3. Enn h'ða árin og aldirnar. Nýir tímar renna upp og nýir rhenn koma til sögunn- ar. íslenzka þjóðin eignast smám saman merkilega sögu, og merkilegar bókmenntir verða til. Enn í dag leggur ljómann af því starfi, sem þjóðin hafði með höndum þetta tímabil. Hún lifði óháð og sjálfstæð. og bjó enn að því skipulagi, sem grunvallað hafði verið með stofnun Alþingis 930. En þó að þetta stjói'narform væri gott í augum landnámsmannanna og afkomenda þeirra, þá fólust þó í því veilur, sem áfrtu eftir að koma í ljós. Og síðasta tímabil þjóðveldisins, Sturlungaöldina, riðaði og skalf þjóðfélagsbyggingin frá grunni, þang- að til hún féll og nýtt skipulag gekk í gildi. Þetta nýja skipulag var grundvallað með nýrri stjórnarskrá. sem vehjulega er nefnd „Gamli sáttmáli", og „Gamli sáttmáli" var samningur, sem íslendingar gerðu við kon- unginn í Noregi. Samkvæmt Gamla sáttmála voru íslend- ingar ekki undirokuð þjóð. Islenzk lög áttu að gilda eftir sem áður, engin ný lög mátti' setja, nema m'eð samþykki Alþingis. Em- bættismenn áttu að vera íslenzkir. Ekk: mátti stefna íslendingum utan, hvorki til herþjónustu, né til að dæma í málum þeirra. Islenzkir dómstólar áttu að dæma í málum íslendinga eins og áður. Bryti kon- ungur samninginn, átti hann að íalla úr gildi og íslendingar að verða lausir allra mála. Eigi að síður leyndist þyngsta ógæfan, sem dunið hefur yfir þjóð vora, í þessum samningi. Þjóðin var orðin skattskyld er- lendum konungi, æðsta stjórn hennar var ekki framar innlend, hún laut erlendu váldi, frækorni þrældómsins var sáð í hann. Eftir þetta hefst tímabil minnkandi sjálf- stæðis og' þverrandi frelsis. Hið erlenda vald ' með konunginn í broddi fylkingar sækir stöðugt á hendur íslendinga með nýjar kröfur um aukinn rétt til íhlutunar lim málefni íslands. íslenzka þjóðin þrjózk- ast við, en er þó stöðugt á undanhaldi öld- um saman. Einstöku sinnum vinnur hún smá varnarsigra á undanhaldinu, sem höfðu ómetanlega þýðingu, en gátu þó eigi' bægt alls konar böli og hörmungum frá henni. Prækorn þrældómsins bar fljótt ríkulega áyexti. 4. Fyrsta mikla ólánið birtist í gerfi nýrra lögbóka. Með samþykkt þeirra var grund- velli stjórnarfyrirkomulagsins gjörbreytt og hið ^rlenda vald fékk stórum aukin á- hrif. íslen lingar voru tregirtilaðsamþykkju þær, en létu þó tilleiðast. Þjóðin hafði beyg af konungsvaldinu og leit til þess með lotn- ingarblöndnum ótta, enda vantaði það ekki málpípur til að beita fyrir sig, þegar það þurfti þess við. En nú vantaði þjóðina UNGA ISLAND 35

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.