Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 16
ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR iy. Guðmundur G. Hagalín Fáir mun þeir vera hér á landi, sem ekki hafa lesið eitthvað af bókum Hagalíns, og enginn sá, er ekki hefur heyrt mannsins getið, enda er hann nú löngu viðurkenndur, sem einn af stærri spámönnum þjóðarinn- ar á sviði skáldsagnagerðar. Hagalin er vestfirzkur að ætt og uppruna, og flest söguefni hans eru gripin úr vestfirzku þjóð- lífi. Auk mikilla afkasta ái skáldsagnasvið- inu hefur Guðmundur Hagalín ritað ara- grúa af. greínum í blöð og tímarit um ólík- ustu viðfangsefni. Hann hefur og tekið mik- inn þátt í opinberum málum, og' honum hafa verið falin margháttuð trúnaðarstörf. Fyrír ritstörf sín var hann sæmdur prófess- orsnafnbót fyrir nokkrum árum. Guð- mundur G. Hagalín er fæddur 10. okt. 1898 að Lokinhömrum í Vestur-Isafjarðarsýslu. Eru foreldrar hans Gísli Kristjánsson fyrr- um bóndi að Lokinhömrum og kona hans Guðný Guðmundsdóttir Hagalín. Guð- nuindur stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík, Iauk þar gagnfræðaprófi, en hætti námi í 5. bekk og fór upp frá því að gefa sig að ritstörfum. Hann hefur verið bókavörður á ísafirði síðan árið 1929. Bæk- ur Hagalíns eru þessar: Blindsker. 1921. Strandbúar, 1923. Nokk- ur orð um ísl. sagnaskáldskap, 1923.'Vest- an úr fjörðum, 1924. Veður öll válynd, 1925. Brennumenn 1927. Guð og lukkan, 1929. Kristrún í Hamravík, 1933. Einn af postulunum og fleiri sögur, 1934. Virkir dagar I, 1936. Sturla í Vogum I—II, 1938. 38 Virkir dagar II, 1938. Eldeyjar-Hjalti I— II, 1939. Gróður og sandfok, 1943. Blítt lætur veröldin, 1943. DUGLEGUR SÖLUMAÐUR Drengurinn, sem myndin er af á síðu 44, hefur siðastliðin tvö ár verið methafi í sölu á merkjum Rauða Krossins. UNGA ÍSLAND S

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.