Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 17
JOHANNE KORCH: Sumarleyfið hennar Ingu Þýtt hefur SIGURÐUR HELGASON Þau óku eftir breiðum þjóðvegi með trjágirðingum til beggja hliða. Inga sleppti takinu af úlpu ökumánnsins og svipaðist um með áhuga. Þó fór hún nú smám sam- an að þreytast og þar að aukí var hún með talsverðar áhyggjur af því, hvað frændfólkið myndi segja um það að fá hana í staðinn fyrir systurina. En hér var nóg að sjá. Kýrnar óðu grængresið inni í hög- unum, lítil folöld horfðu á þau stórum aug- um, settu síðan undir sig hausinn og hlupu til mömmu sinnar. Þar að auki var öku- maðurinn svo skemmtilegur, að Inga gleymdi áhyggjum sínum alveg við og við. Hún þurfti margs að spyrja. Hvað var nú langt til Eikarbjargs? Áttu þau kýr og lítil folöld? Uxu ávextir í garðinum — og máttu menn borða þá? Jens fann, að hana langaði til að fræðast um hlutina, og af því að honum fannst þetta vera allra skemmti- legasta telpa, þá hafði hann ekkert á móti því að segja henni eitt og annað, sem hann hefði ekki sagt án þess. — Ja — frökenin og jómfrúin eða ráðs- konan eru nú anzi sniðugar að láta eitt- hvert gagn verða að öllu. Jens deplaði aug- unum og brosti íbygginn í kampinn. — En ekki vita þær nú, hvað mörg berin eru í garðinum. Og þó að þær verði kannske dá- lítið ónotalegar fyrst, þegar þú talar við þær þá skaltu nú sámt ekki láta hugfall- ast þess vegna. Þær eru nú svona gerðar. og duglegar eru þær, það mega þær eiga. — Og Jens hélt áfram í sama tón: — Fólk segir, að þau séu nízk á Eikar- bjargi. — Þú heyrðir nú til dæmis, hvað Mads sagði. Þess háttar tali skaltu ekki trúa. Það getur vel verið að þau hugsi sig um tvisvar, áður en þau láta skildingana af hendi og ekki eyða þau í óhófi, en þau eiga líka sitt, og hver getur skipað þeim að nota það öðruvísi en þau vilja sjálf. Og heiðar- leg eru þau og góð inn við beinið. Það skal ég standa við hvar sem er. . En Inga þóttist nú kunna að leggja sam- an tvo og tvo, og fyrst að Jens sagði, að þau gætu verið dálítið ónotaleg fyrst í stað, þóttist hún vita, hverju hún mætti eiga von á. Og hvers vegna voru þau að spara, ef þau voru vellrík, Þau voru þá líklega ekki eins rík og menn héldu. — Þarna er Eikarbjarg, sagði ökumað- urinn og benti með svipuskaftinu á rautt þak milli grænna trjáa framundan við bugðu á veginum. — Þetta er nú jarðeign, sem segir sex. Akrarnir hér allt í kring eru á landareigninni, og betri akrar eru ekki til. -------Hann — frændi þinn, er nú ekki sér- lega ákafur við búskapinn, það væri synd að segja, en hún bætir það upp. Hann er sem maður segir svona talsvert meyrari og lingerðari. Hann hefur þá ástríðu að leggja spil, og þar stendur honum enginn á sporði. Hann er ekki — sem maður segir — mikið karlmenni, en hún er aftur á móti á við flesta tvo. Jens hló og hélt áfram lítið eitt lágmælt- ari. UNGA ÍSLAND 39

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.