Unga Ísland - 01.03.1944, Page 18

Unga Ísland - 01.03.1944, Page 18
— Já, þú skalt nú athuga þctta, sejn ég hef verið að segja þér. Þú ert ókunnug og það er eðlilegt, að þig langi til að vita um eitt og annað. Þú lítur út fyrir að vera skynsöm stúlka og ef þig langar í einhverja tilbreytingu, þá geturðu komið niður í öku- mannshúsið. Þar er engin sorg eða sút á ferðum, hvað sem þeim kann að líða heima í höllinni. María, konan mín, lítur björf- mn augum. á lífið og krakkarnir eru engir dofringjar. Þau voru nú komin að litlu og snotru húsi með stráþaki, sem stóð við veginn og náði upp að garðinum umhverfis aðalbygg- inguna. Jens lét -hestana nema staðar. — Hér bý ég, sagði hann talsvert hreyk- inn. Flekkóttur seppi, sem lá við dyrnar, fór að gelta og í sama bili hcyrðist margradd- að óp úr garðinum bak við húsið. Andar- taki síðar gægðust margir hörgulir hrokk- inkollar út á milli blaðanna á limagirðing- unni. — Pabbi! Og allur hópurinn kom á harða- hlaupum. — Ert þú með nokkuð handa okkur. — — Sjáðu til, svona er það, sagði Jens ökumaður við Ingu og athugaði í laumi, hvcrnig henni rhundi lítast á hópinn. — Hérna aftur í vagninum er karfa til mömmu. Það gctur vcl verið, að þið finnið kramarhús mcð sætindum milli bréfpok- anna. Tveir rösklcgir drengir stigu upp á hjólið dg náðu í körfuna, og systir þeirra, sem var lítið eitt stærri en þeir, tók við henni. Við hliðið stóð stúlka á aldur við Ingu, scm hafði augu mcð litlum krakka, sem veltist í grasinu. — — Lena, hví stendurðu þarna eins og þvara. Láttu drenginn koma og heilsa pabba sínum. Inga heyrði strax, að Jens ökumaður talaði nú í nýjum og kaldari tón en hún hafði heyrt áður. Lena var ekki Ijóshærð og bláeygð eins og hin börnin, heldur móleit yfirlitum, með stór, dökk og alvarleg augu og fremur fá- lát að sjá. Ilún var með slétt, næstum svart hár, fléttað í gildar fléttur sem hnigu ó-. reiðulega niður með hliðunum. Inga sá, að hún roðnaði unr leið og hún beygði sig niður, tók drenginn í fangið og bar hann að vagninum. En Inga renndi grun í, hvers vegna hún hafði dregið sig í hlé. Hún var ein af þeim, sem sjaldnast sækjast eftir að láta bera of mikið á sér. Hún var vansköpuð, önnur öxlin dálítið hnýtt og undin. Hún leit ekki upp þó hún kæmi að vagninum og lyfti litla stráknum upp til föður síns, og hún tók við honum aftur og fór inn í garðinn án þess að segja eitt orð. Hin börnin voru að vísu líka dálítið feimin við lngu, en þau skotruðu þó til hcnnar augunum, hlógu og töluðu hvert í kapp við annað. 1— Þau eru sæt, sagði Inga. |>egar vagn- inn var aftur kominn af stað. — 011 ljós- hærð, nerna Lcna. Hún cin cr dökkhærð. — Við eigum hana ckki. flýtti ökumað- urinn sér að segja, eins og honum fyndist um að gera að segja það sem fyrst. — Þeg- ar systir konunnar minnar dó, urðum við að taka telpuna að okkur.------Nei, hún María cr cngu dekkri en við hin. Þú verð- ur að koma bráðum og 'lofa henni að sjá þig. — Það er nú dugleg koua, skal ég segja þér. Ég verð hreint og beint að vara mig á. að hún skjóti mér ekki aftur fyrir sig. Vagninn beygði nú inn í trjágöng mcð gömlum og gríðarstórum kastaníutrjám til beggja hliða, og það lá við að Inga fcngi hjartslátt. Bráðum átti hún að standa augliti til auglitis við frændann og frænk- 40 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.