Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 20
sennilega hún, sem hefur fundið upp á þessu. Tónninn í orðum hennar gaf ekkert eftir svipnum og látbragðinu. Phga blóðroðnaði, varð ekki scin til svara og hikaði ekki neitt að þessu sinni: ;— Ó-nei, það var nú óvart faðir mfnn. Svona var hún þá, þessi gamla og geð- vonda frænka hennar. En svo flaug henni í hug, að ástæðan fyrir því, að hún var komin á þennan stað, væri nú ekki eins hrein og bein og æskilegt hefði verið. Það var því víst bezt að hafa sig hæga. Auk þess var hún komin hingað til að sætta, en ekki til að bæta við nýjum móðgunum. — Annars átti ég að bera ykkur beztu kveðjur frá þeim báðum, bætti hún við stillilega. Allt í einu bai' skugga fyrir sólskinið, sem lagði inu í opnar dyrnar út í garðinn. Þar var einhver að koma, sem sagði með hálí'- gerðu kjökurhljóði í rómnum: — Mér heyrðist þú-vera að tala við ein- hvern. Jlikka. Er vagninn kominn? Jæja, þarna var þá frændinn kominn líka, og ekki var hann viðfeldnari að sjá en systir hans, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Hann var langur og mjór með und- arlegan uppmjóan koll og hvítar úfnar hárlíur, sem þyrluðust í allar áttir. Hann var nærsýnn og starði á Ingu með vatns- bláum augunum, gráfölur í andliti og ó- hraustlegur. En hann var miklu glaðlegri en systir hans og líkastur því, að hann væri alltaf að búa sig í að brosa lítið eitt. — Er stúdentinn kominn? Það brá fyrir ánægjuhreim í röddinni, en Rikka var ekki lengi að setja undir þann leka. — Hér er ekki stúdent frekar en á hand- arbakinu á mér, sagði hiin. — Sérðu það ekki, Sófus? Þetta er telpan, hún Inga, sem þau hafa verið svo elskuleg að senda okk- ur, þó að við höfum engan tíma né löng- un til að hafa börn hérna á bænum.------- Við, sem ætluðum að sýna bróður okkar og konu hans þá vinsemd að bjóða Elínu, guðsifjabarni okkar hingað, bæði til að gleðja hana eftir hennar góða próf og erf- iðu námsár og líka af því, að okkur lang- aði að kynnast hcnni. En nú segir barnið þarna, að hún ætli til Lönstrup með frióð- ur sinni, og svo senda þau okkur bara hana, eins og það væri alveg sama hvor þeirra kæmi. — Hvaða dauðans vandræöi, veinaði Sófus frændi, sem var vanur að samsinna öllu, sem systir hans sagði. — Og ég sem hlakkaði svo mikið til, að fá stúdentinn hingað. Hún hefði kannske getað kennt mér nýjar spilaþrautir. En um leið tók hann eftir því. hvað Inga var orðin niðurlut og áttaði sig á því, að framkoma þeirra systkinanna væri nú frekar ótuktarleg. því að í rauninni mátti hann ekkert aumt sjá. Hann færði sig mcð löngu skrefi í áttina til hennar og sagði: — En Inga litla getur ekkert gert að þessu, eða er ekki syo, Rikka? Og ef þú getur leikið þér cin, litla mín, þá cr þetta allt í lagi. Inga deplaði augunum til að leyna því, að dálítið tár hafði læðst fram í annan augnakrókinn, og leit þakklátum augum til frænda síns. — Þakka þér fyrir, Sófus frændi. Eg skal ekki tefja fyrir.-------Pabbi hélt — — pabbi sagði......Hún þagnaði ósjálf- rátt. Það var líklega bezt að láta ósagt, hvað pápi hélt og sagði í sambandi við ferð hennar hingað til systkina hans. — Það er nú óþarfi að fara að skæla, hreytti frænka hennar út úr sér. — Auð- vitað máttu vera, en þú verður að hafa ofan af fyrir þér sjálf. Við hérna höfum hvorki tíma né löngun til að leika okkur við börn ......Sófus,. viltu fylgja henni upp. — Við borðum eftir hálftíma. — Þii færð laglegasta herbergi, Inga, 42 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.