Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 21

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 21
hvíslaði frændi hennar, þegar þau vofu komin fram í forsalinn og leit hornauga til dyranna að garðstofunni, eins og hann væri hræddur um, að systir hans heyrði, hvað hann væri orðinn vingjamlegur. — Rikka bjó það út handa stúdentinum. Hann and- varpaði lítið eitt. — Við urðum bara upp með okkur, þegar Ove skrifaði okkur um þctta. góða próf, sem hún tók......Hún er guðsifjabarn okkar, eins og þú veizt, og við höfum ekki séð hana í mörg herrans ár. Hann andvarpaði aftur og Inga hugsaði með sér, að í rauninni væru þau nú hepp- in, að það skyldi vera hún, sem kom til þeirra, en ekki Elín. Elín fagra væri að vísu falleg og gæti verið gaman að horfa á hana, en hún værj ekki að sama skapi auðveld eða skemmtileg til sambúðar. IV. Ekki vantaði það, að herbergið væri ]jrýðilegt, ágæt húsgögn, gólfábreiður og gluggatjöld, og ilmandi rósir í skál á ikommóðunni. Inga fór að taka upp far- angur sinn og koma honum fyrir. Hér var staður fyrir hvað eina. Hún var ekki hrifin af frænku sinni eftir þessi fyrstu kynni, síður en svo. Sófus frændi var aftur á móti ágætur, en hann var svo skrítinn, klæðnaður hans gamal- dags og hann sjálfur grár í gegn, rytjuleg- ur og horaður. Það var hreint og beint furðúlegt, hvernig hann gat litið i'it, hvar sem á hann var litið. Hún Elín fagra hefði víst ekki þolað það lengi að vera hjá þess- um fornleifum, og ekki hefði hún tekið við því þegjandi að vera látin aka ein með Jens ökumanni alla leið heim að dyrum. Það hefðu nú getað orðið meiri skamm- irnar úr því. -r- Nei, þau m'áttii víst þakka fyrir að sleppa við það.-------Þannig hugs- aði Inga, meðan hún var að koma fyrir farangri sínum. Og bráðum ætlaði hún að heimsækja Jens ökumann, sjá aftur gló- hærðu hrokkinkollana, hans og Lenu, vesa* lings Lenu, sem hvorki átti fóður eða móð- ur og var þar að auki fötluð. En Eikarbjarg var auðsjáanlega dásam- legur staður. Þegar Inga var á fjórða ár- inu en Elín 10 ára, höfðu foreldrar þeirra verið þar um tíma um sumarið raeð þær telpurnar, og síðan hafði ekkert þeirra komið þangað fyrr en nú. Elín hafði sagt Ingu, að Rikka, frænka þeirra, hefði verið mjög stutt í spuna við móður þeirra allan tímann, og það endaði með því, að faðir . þeirra tók sig til og sagði systkinum sín^ um, eða öllu heldur systur sinni, rækilega til syndanna. Það varð heljarmikið rifr- ildi, og síðan tóku þau saman föggur sínar í skyndi og fóru heim til Kaupmannahafn- ar. Það síðasta, sem faðir þeirra sagði, var þetta: — Ni'i sjáið þið mig ekki aftur, fyrr en þið gerið boð eftir mér. Sófus frændi hafði ekki þorað'að segja neitt fyrir systur sinni, en hún æpti engu lægra en bróðirinn, sem var að fara: — Ætli þú komir ekki aftur, þegar þú þarft á okkur að halda! En tíminn sefaði smám saman reiði þeirra allra og seinni árin höfðu þau syst- kinin farið að senda hvert öðru kveðjur og línur. Um jólin var þeim eldri systkin- unum á Eikarbjargi send stór litmynd af guðsifjabarni sínu, Elínu. Þá hugulsemi þökkuðu þau með mörgum fögrum orðum. Þegar Elín tók stúdentsprófið, skrifaði fað- ir hennaf systkinum sínum um það og hafði víst gert meira úr ágæti þess, en ástæða var til. Að-minnsta kosti héldu þau auðsjáanlega, að þetta stúdentspróf- hefði verið eitthvað sérstakt, og þá hafði ítikka frænka gengið lengra til sátta en nokkru sinni áður, og það hafði komið sér vel. Inga rifjaði þetta upp, en ekki dugði að vera með allt of miklar áhyggjur. Bara frænka hennar gæti látið vera að lasta UNGA ISLAND 43

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.