Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 23

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 23
vo.mii morg merki þarna á lleykjum og í Reykja- hverfinu. Nú bauð frú Ingibjörg mér far upp í Mosfellsdal. Ég þáði það. Klukkan var orðin 12, þegar ég var búinn að selja þar. Á ÁLAFOSSI. Þegar ég var kominn niður að Álafossi kemur öðru hvoru rigning. Það er allt í lagi. Ég gekk inn í verksmiðjurnar á Álafossi, en ekki var gott að Selja þar, því að fólk hafði enga peninga á sér. Nú er hringt á fólkið í mat. Ég fór þá inn í borðsalinn. Þar var mér lmðið að borða og þáði ég það með þökkum. Nú fór fólk í sín herbergi. Þá iiitti ég strák. hann kom með mér í öll herbergin. Nú kom bílinn, sem ég ætl- aði með upp í Mosfellsdal. Ég fór úr við Reykjahlíðarvegamót. Nú fór ég á alia bæi. Svo fór ég að Mosfelli, þar fékk ég að drekka. Fór þaðan upp að Lundi og hélt svo áfram á ýmsa bæi í dalnum og var alls staðar vel tekið. Þegar til átti að taka var enginn kvöldbíil, svo að -ég hringdi lieim að láta vita að ég ætlaði að gista á Lundi um nóttina. Morguninn eftir fór ég með fyrsta bíl og var þá búinn að selja 103 merki fyrir 309 krónur, þar að aúki hafði ég kr. 28.15, sem fólk lét mig fá„ en tók eng- in merki fyrir. Nú er sölusagan á enda. Þorkcll ValcLimarsson, Ungliðadeildin Njáll. ÓT RÚ LEGT Ekki skil ég atburð þann, en undur má það kalla, hafi þeir lent í hár ;saman, sem hafa báðir skalla. Isl. Gíslason. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'^ | BÖRNIN SKRIFA ] - ' » '>iiiiiin111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111^' Saga af dreng Einu sinni var drengur, sem hét Leif- ur. Hann átti hvorki móður né föður, en var hjá frændfólki sínu. Þau áttu heima uppi í sveit. Þau komu honum í skóla í sveitinni, en honum gekk heldur illa að læra og leiddist það. Hann fór oft grátandi í skólann og kom oft grátandi úr skólanum, en svo kom ný stúlka á bæinn, sem hann átti heima, og tók hún að 'sér að segja honum til undir skólann, og eftir það fór hann að standa sig vel og varð fyrirmyndarpiltur í öllum greinum. Sigurður Sigurðsson. Gullkistan ^ (Ævintýri). Það voru einu sinni karl og kerling í koti sínu. Þau áttu sér einn dreng. Þessi drengur var hlýðinn og duglegur. Iíinn dag dettur honum í hug að fara að veiða. Hann átti færi, sem hann var búinn að veiða margan fiskinn á. Svo tekur hann færið sitt og labbar niðurað sjónum, sem var þar rétt hjá, og hend- ir út í. Eftir langa stund finnur hann, að það kemur eitthvað þungt á færið. Hann dregur það upp. Eftir langa mæðu kemur hann því upp á bakkann. En hvað haldið þið, að þetta hafi ver- ið? Það var stór gullkista. Hann sér, að það hangir lykill við kistuna. Hann opnar hana.1 Hún var full af gullpen- UNGA Í.SLAND 45

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.