Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 24
ingum, og kistan sjáíf var skreytt dýr- ustu perlum og gimsteinum. Hann sér að kona kemur upp úr vatninu og seg- ir: — Þú hefur verið góður við foreldra þína, ungi drengur, svo ég ætla að gefa þér þessa kistu. Eg vona að þú haldir þeim sið að vera ætíð góður og hlýð- inn, svo að öllum þyki vænt um þig. Þú veizt, að alltaf kemur sá góði betur fram en sá illi. Að málinu loknu fór hún aftur ofan í sjóinn. Hann fór með •kistuna heim, þó að hún væri þung og sýndi foreldrum sínum. Þau urðu himinlifandi glöð. Svo lifðu þau glöð o'g kát alla sína ævi. Um drenginn er- það að segja, að hann kvæntist konungs- dóttur og varð mikill og voldugur kon- ungur. Aldrei gleymdi hann orðum konunnar: „Þú veizt að alltaf kemur sá góðl betur fram en sá illi." ! Guðm. Jóhs. Bdturinn okkar Það var einu sinni er við smíðuðum okkur lítinn bát. Við vorum fjórir, sem smíðuðum hann, átti það að vera góður bátur og átti að rúma einn eða tvo okk- ar. En er til kom gat ekki einn okkar verið í honum nema við settum flotholt undir hann. En við hættum fljótt við hann. Við smíðuðum fljótt annan bát, miklu stærri. er við nefndum Rán. Við gátum þrír verið á honum. En það voru líka fleiri sem smíðuðu hann. Við vorum sex. Fyrst ætluðum við að láta sem allra fæsta vita um það, að við værum að smíða bát, en það fréttu þetta allir. Við fórum suður á fjöru að' ná í járn, þar sem skip hafði ' strandað, en það var búið að ná því út. , Negldum við svo járnið á bátinn. Við sett- ¦; um tjöru við öll samskeyti, og þegar hún [ var þurr orðin, máluðum við bátinn rauð- j an. Við vorum oft að sigla á bátnum á vatnsskurðinum, en okkur þótti vont að sigla þar, því hann var svo þröngur* Seinna keyptum við hvíta málningu og máluðum bátinn hvítan. Við fluttum hann að tjörn einni, sem heitir Seltjörn, höfðum við bát- inn þar. Við fluttum hann á hestvagni, en þegar við fórum heim valt vagninn á hlið- ina og við vorum fjórir í honum. Við meiddum okkur ekkert. Svo veltum við vagninum við og héldum áfram heim. Sögð- um við fáum frá þessu, því við vildum ekki láta alla vita af því að vagninn hefði farið á hliðina, því þá var ekki víst að við fengjum vagn til að sækja bátinn. Nú hef- ur okkur langað að ná í hann og keyra honum á sleðum þegar snjór er. Og ætlum við að lengja hann, 'og hafa hann það stór- an að fjórir eða fimm okkar geti verið í honum. Við ætluðum líka að byggja hús yfir hann, en það verður víst ekkert úr því. Hérna hef ég rakið söguna um bátinn okkar, er vjð nefndum Rán. Óhlýöni ö rn. Þessi saga gerðist við stórt vatn, langt uppi í sveit. Nonni og Stjáni voru að leika sér í brékkunni fyrir ofan bæinn að því að láta smásteina velta niður brekkuna. En allt í einu segir Nonni: — Við skulum koma ofan að vatninu og. reyna að veiða fisk. — Það megum við ekki, segir Stjáni. — Það er nú auðvitað satt, anzaði Nonni, en hvað heldur þú, að fólkið þurfi að vita um það. Við getum læðzt niður með tún- garðinum. — Hvemig eigum við að ná í veiðisteng- urnar okkar? spyr Stjáni. — Manstu ekki, að þær liggja niðurvið vatnið? Svo leggja þeir báðir af stað niður að vatninu og ganga niður með túngarðinum. Þá sjá þeir allt í eiriu, hvar stór guhir 46 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.