Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 29

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 29
allt breytt........Hér var ekkert nema hvítur snjór og Sámur gamli dó í haust. . . Út við fjarðarmynnið sauð! brimólgan við skerin, og fjörðurinn var dimmblár og stakk einkennilega í stúf við hvíta ströndina og við enda hans hyllti undir Eyrarþorpið. ... — Bara að Sámur væri kominn og gæti séð þetta með mér. hvíslaði hann......... Á aflíðandi hádegi labbaði hraustlegur drengur inn að búðarborðinu hjá Láka í Naustum, en svo var kaupmaðurinn í Eyr- arþorpi venjulega nefndur í daglegu tali. Hann var orðinn nokkuð fullorðinn, á mag- anum bar hann heljarmikla ístru og á nef- inu voru stór gleraugu í svartri umgjörð. ...... í háttum sínum var hann næsta einkennilegur og þótti gaman að koma mönnum á óvart með einhverju uppátæki. — Nú, nú, ’og hvað var það svo fyrir þig, piltur minn, sagði hann. Geiri sagði honum það. — Þú munt vera sonur hans • Jóns á Bergi, sagði karl og mældi í pokana með íhygglu augnaráði. — Já, anzaði Geiri. — Og hvað ert þú gamall? — Tólf ára. — Einmitt það og karlinn sendir þig í þessu líka'veðurútliti.......Ertu ekki al- veg staðuppgefinn? — Nei, nei, anzaði Geiri. Hann var að því kominn að segja, að hann væri bara ekkert þreyttur, en karlinn myndi víst skilja það sem raup. Enda var nú ekki laust við, að hann væri pínulítið óstyrkur í fótunum. — Ja, þú ert duglegur kalla ég. ...... Var það svo nokkuð fleira? Geiri hélt, að það væri ekki, en svo varð honum litið á spegilfagran sjálfskeiðing er lá undir glerinu í búðarborðinu innan um allskonar glvsvarning, er lá þar, og glóði þar eitthvað svo freistandi og ertandi..... Þetta var tvíblaðaður hnífur og þar að auki var hann með korktrekkjara, gler- skera og dósahníf. — E-hm. Hvað kostar þessi hnífur? — Fimm krónur.......... — Einmitt það..........Ja;ja, það er vfst ekkert fleira, sagði Geiri og roðnaði. Hann átti ekki nema þrjár krónur í vasanum og hann kom sér ekki að því að biðja kaup- manninn að lána sér fyrir honum til vors- ins, þegar hann kæmi með ullina sína. Kannske yrði hann líka óseldur þá. Láki gamli horfði á hann í laumi og brosti. En Geiri kvaddi annarshugar og labbaði út að dyrunum.......... — Heyrðu strákur, ætlarðu ekki að taka í hendina á mér að skilnaði, kallaði Láki gamli hryssingslega. Geiri hrökk við. En hvað hann var eitt- hvað utan við sig......... Hann sneri sér við rauður í framan og tók í framrétta hendina á Láka gamla. — Jæja, vertu nú sæll og skilaðu kveðju til foreldra þinna. Svo þakka ég þér fyrir viðskiptin á gamla árinu........Ósköp var hendin á karlinum hörð, en hvað var þetta? Þegar hann sleppti hönd hans, var þetta harða enn í lófa hans og glitraði þar í skammdegissólinni. Hnífurinn fallegi! — É-ég — ski-skil þetta ekki, byrjaði hann og kom ekki upp orðunum fyrir undr- un........ En Láki gamli brosti bara íbygginn á svip........ — Ætli það veiti af að bíti á eyrun í vor, strákur, þvi að líklega ertu nú orðinn svo stæltur, að þú getir markað, sagði karl- inn og hló. En Geiri skildi þetta ekki almennilega. — Jæja, strákur, þér mun ekki veita af birtunni heim, klukkan er orðin tvö. Láki gamli ýtti honum á undan sér út í dyrnar. Þá áttaði Geiri sig loksins og áður en UNGA ÍSLAND 51

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.