Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 30

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 30
karl gat nokkuð við ráðið, hafði hann kysst hann á kinnina, svo klemmdi hann hand- leggina svo fast um hálsinn á karli, að hann náði varla andanum og tautaði: — Skárri eru það nú ærslin....... En Geiri gat aðeins komið upp fjórum orðum: — Þú ert góður karl. ..... Og svo var hann þotinn. En Láki gamli var í einkennilega góðu skapi það sem eftir var dagsins, eða að syo fannst viðskiptavinnm hans að minnsta kosti........ fJegar Geiri var kominn út úr þorpinú fór hann loksins að hægja á ferðinni. Hann opnaði lófann og horfði á hnífinn. Hann var ennþá undrandi yfir því, að karlinn skyldi fara að gefa honulu þennan hníf. Hánn hafði nieira að segja heyrt það á tali foreldra sinna eitt kvöldið. er þau ræddu um verzlunina, að hann væri mesti svíð- ingur......Jæja, en hvað Sem aðrir sögðu, þá skyldi hann þó 'aldrei kalla hann neinu Ijótu nafni....... Ja, Láki var í hæsta máta sagt ein- kennilegur karl........ I'að var byrjað að skyggja og við og við komu snjógusur ofan úr heiðarskörðunum. en Geiri veitti því varla eftirtekt......... Það var kominn hálf illhryssingslegur veð- urhvinur efra. Stiindu síðar var-hann skollinn á, svo skyndilega, að Geiri næstum valt um koll við fyrstu hrinuna. — Nú, það er naumast, tautaði hann og hráðaði för sinni, sem mest hann mátti. Það var líka að herða frostið. En Geiri lét það ekki á sig fá. Heim varð hann að komast, en það var nú ekki árenni- legt samt......... Rokið jókst og lamdi hann í andlitið ásamt hörðum kornunum svo að hann tók andköf og varð að snúa sér undan. Samt missti hann ekki kjarkinn, hann hafði oft verið úti í snjóbyl með föður sín- um og það var nú hreinasti leikur, en nú. Hér var liann aleinn á ferð, tólf ára gam- all stráklingur og það sást ekki glóra út úr augunum......... Hann studdi sig við stafinn og óð áfram, en brátt tók hanrr að þreytast, hann átti stöðugt örðugra með að standa á fótunum. Þá duttu honum í luig sagnir um menn er höfðu grafið sig í fönn og liðið prýðilega, suinir höfðu nú reyndar gist þar hinzta sinni, en það varð að hætta á það. Hann valdi sér fyrsta skaflinn, er hann kom að, og reyndi að stinga einhverja hnausa með broddstafnum. það gekk nú að vonum. fremur erfiðlega, svo gróf hann með hönd- unum og stafnum til skiptis, unz honum fannst holan nógu djúþ og nægilega rúm inn undir skelinn, sem var orðin þjöppuð og hörð. Svo stakk hann stafnum kyrfilega ofan i skaflinn og skreið inn í þennan þrönga gististað. — Þetta var þó að minnsta kosti skömminni skárra en veður- ofsinn, hér var þó skjól. En óhugnanlegt var það. Skafbylurinn smáfyllti fyrir hol- una unz hún sást ekki lengur........ Það var ekki laust við að það kæmi ein- hver ónotabeygur í huga drengsins, þegar hann gat farið að hugsa ráð sitt í róleg- heitum.......Það var líka ekki 'trútt um, að það setti að honum hroll, þegar srijórinn fór að þiðna utan á honum........ Margskonar hugsanir sóttu að honum. Hvað skyldu mamma og pabbi hugsa heima........Skyfdu þau ekki vera hrædd. ..... Bara að. pabbi færi nú ekki líka út í bylinn að leita að, honum..............Það væri til lítils að leita núna...........Ef hann dæi nú? Nei, hann ætlaði að þrauka hér, kaupmaðurinn hafði sagt, að hann væri dug- legur drengur....... Þá varð hann að sýna það og sanna.......Þá datt honum vasahnífurinn í hug, hann hafði stein- 52 U.NGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.