Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 31

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 31
gleymt honum í öllu þessu amstri. Hann tók hann upp úr vasa sínum, en það var svo dimmt að hann gat ekki séð hann, hann bara þuklaði á honum og fór svo að skera með honum í snjóinn............Hann bylti sér sitt á hvað lil þess að halda á sér liita, en verst var að hann syfjaði svo mikið....... En sofna inátti hann ekki, sá maður er sofnar í fönn á varla aftur- kvæmt til lífsins. Svo hafði hann heyrt. ......En þrátt fyrir það varð honum á að móka öðru livoru, en þegar hann var að festa svcfn, hrökk hann alltaf upp.......... Þannig liðu mínúturnar áfram og urðu að klukkustundum. Geira fannst eitthvað svipað og hann væri búinn að liggja þarna í fleiri ár, svo langur var tíminn........ Hann hrökk upp af mókinu við það að snjóflygsa féll í andlit honum.......Hann hlaut að hafa sofnað. Líkaminn var stirður og kaldur og hungrið var byrjað að segja til sín. Hann lá dálitla stund með opin aug- un og glápti upp í snjóinn fyrir ofan sig, augun voru farin að venjast myrkrinu. Það lieyrðist ekki lengur neinn h’vinur í veðr- inu. Kannski var hann grafinn djúpt i snjó og kæmist ekki upp. Við tilhugsunina reis liann upp á knén, lofthærra var nú ekki þetta herbergi hans ... Svo byrjaði hann að krafsa í snjóinn með höndunum. Eftir svolitla stund stakk hann höfðinu út um ofurlitla glufu og dró djúpt að sér loftið er strcymdi inn. Það var mikið lygnara og það var hætt að snjóa. Það var töluvert mikill skafbylur og koldimmt, en sást í loft. — Ja, nú er að duga eða drepast, tautaði Geiri og greip stafinn tveim höndum. Hon- um var hrollkalt og það sem hann þarfnað- ist umfram allt var einhver hreifing. Hann leit upp í heiðríkjuna, til þess að vita hvort hann sæi þó ekki einhverjar stjörnur, sem hann þekkti. Ojú, þarna var þó alltaf sjö- stirnið og sei, sei, þarna leiddust fjósakon- urnar ... Þá vissi hann þó um áttina ,.. Svo brölti hann af stað. Vindáttin var í fangið eins og um kvöldið ... Hann þramm- aði áfram hægt og rólega, við og við komu ákafar gusur ofan úr skörðunum og lömdu. hann í bræði sinni, líkt og þær vildu segja: — Hví vogar þú þér, vesæll stráklingur, að standa upp í hárinu á okkur ... Við skul- um að okkur heilum og lifandi láta þig fá eft irminn ilega ráðningu. Færðin hafði versnað að mun við snjó- inn og Geiri iitli þreyttist fljótt, hann varð votur á fótunum en áfram hélt hann samt. Það hlaut líka að vera farið að styttast. Skyndilega heyrði hann hver hróp og Hann stanzaði og hjartað barðist ákaft í brjósti hans, var þetta misheyrn, nei, það heyrðist aftur og nú var það nær en áður .. Hann reyndi að hrópa en honum fannst orð sín verða að óskiljanlegu hvísli en samt hlutu þau að hafa heyrzt, því að vörmu spori sá hann móta fyrir manni skammt fram undan. — Pabbi, kallaði hann. — Geiri litli, þú ert þá lifandi. Faðir hans hljóp til hans síðasta spölinn og greip hann í faðm sinn um leið og hann hneig niður. Hann var gersamlega uppgefinn. Faðir hans hafði lagt af stað undir eins og veðrið hægði, án þess að gera sér þó nokkra von um að finna hann lifandi... Hann lyfti honum á öxl sér og flýtti sér nú allt hvað aftók heim á leið. Það var hálftíma gangur eftir og þann veg hefði Geiri litli litli aldrei getað gengið til enda, hefði ekki föður hans borið að í tæka tíð ... — Það var þögul gleði í svip þeirra hjóna er þau sátu við rúm sonar síns á nýársdags- morgun ... Geiri litli var vaknaður og byrj- aður að gæða sér á heitu súkkulaði og öðru álíka góðgæti. Hann hafði sjálfur borið það á bakinu alla leið neðan úr Eyrarþorpi. í lófa hans glóði vasahnífurinn góði, og þrátt fyrir allt volkið, var heilsan góð. Og það var nú fyrir öllu ... »3 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.